Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 84

Skírnir - 01.01.1907, Page 84
Ritdómar. «4 Efnisvillur eru faar, að því er eg hefi kunnað um að dæma, enda treður höfundur óvíða nyjar brautir, — sem ekki er við að búast í alþyðlegum fyrirlestrum — heldur styðst með hagsyni við helzt.u vísindarit um hinar ýmsu greinar efnisins, jafnframt því er hann vitnar til helztu sögustaða. Fjarri fer því, að eg vilji telja höfundi pau atriði til synda, er tvís/ni leikur á, enda þótt eg geti eigi staðið sama megin að. Svo er t. d. um vestræn áhrif, um elztu skipun alþingis, um skála o. fl. — Sk/laus missögn er það aftur á móti hjá höfundi (bls. 17), að Helgi magri hafi numið »Eyjafjarðarsyslu alla«. Hann nam meira. »Eyjafjörð allan milli Sigluness og Reynisness«. Höf. setur uppruna orðtakanna »forn goðorð og fuII« og »óslitin þing« í samband við stofnun fimtar- dómsgoðorðanna, og svo hafa sumir gjört áður (s. 40). En það er allsendis rangt og þvert ofan í orð Grágásar, einu heimildarinnar, sem byggjandi er á í þessu efni. I upphafi þingskapaþáttar segir svo: y>pau eru fuli goðorð ok/orn, er ping vóru þrjú í fjórðungi hverjum. en goðar þrír á þingi hverju; þá vóru ping ósLitin<i. Þetta er mælt í mótsetning við goðorðin í Norðlendingafjórðungi, því að þar voru upphaflegu þingin orðin (eftir 965) »slititi« sund- ur í fjögur. Jafnskyrt er að orði kveðið í öndverðum lögréttu- þætti: »Þeir menn 12 eigu lögréttusetu ór norðlendingafjórðungi, er fara með goðorð þau 12, er þar vóru þá höfð, er þeir áttu þing 4, en goðar 3 í hverju þingi. En í öllum fjórðungum öðrum þá eigu menn þeir 9 lögréttusetu á fjórðungi hverjura, er fara með goðorð full ok forn pau, er þá vóru þrjú í várþingi hverju, er þing vóru þrjú í fjórðungi hverjum þeirra þriggja; enda skulu þeir allir hafa með sér mann eiun ór þingi hverju enu forna, svá at þó eignist 12 menn lögréttusetu ór fjórðungi hverjum. En forn goðorð norðlendinga öll eru fjórðungi skerð at alþingisnefnu við full goðorð önnur öll á landi hér<i. Er unt öllu skyrara að setja orðtakið »full goðorð ok forn« í mótsetning við norðlenzku goð- orðin en hór er gert? Euda er orðtakið á fullum rökum bygt í þessum skilningi með tilliti til hlutdei'dar í alþingisnefnu. Akvæðið 1/tur að því, að koma á jöfnuði milli fjórðunganna í heild sinni. En réttur hvers einstaks goða verður þar fyrir engan veginn jafn hvorki lögróttuskipanar né dómnefnu. Norðlenzku goðarnir 12 mættu í lögréttu með 24 nefnda menn, en hverir 9 úr hinum fjórðungunum með 21, er þeir beinlínis höfðu til nefnt, og 6, er þur gátu hlutast til um útnefning á. Hlutfallið var:

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.