Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 86

Skírnir - 01.01.1907, Page 86
86 Ritdómar. »F a n g a r i« (s. 415) ætlar höf. aS þ/8i veiðimaður. Orðið kemur fvrir í Svarfd. sem auknefni manns, er var mikill á lofti af kröftum sínum og fimleika og skoraði á aðra menn til f a n g- b r a g ð a. Er því sanni nær, að það þjði glímumaður. Ganga mundi það hótfyndni næst að fetta nijög fingur út í orðfæri höfundarins á bók þessari. f’að er í stuttu máli tifgerðar- laust, lipurt, rösklegt og víða tápmikið með afburðum. En því til- finnanlegra er það, þá sjaldan lesandinn hnytur um óvöuduð eða dönskukend heiti og setningar eða jafnvel rangar orðmyndir. Sem dæmi þess má nefna : Bls. 15: »Þeir-------settu þær (öndvegissúlurnar) niður á hin- um uyja bústað sínum sitt hvorum rnegin við öndvegi« (sbr. bls. 28,9), f. »í — -— sína hvorum megin«. Bls. 71 : »Dalhvarf þetta er nefnt Búðarlág. og hér finnast leifarnar af hinurn forna þingstað«, f. »þar hafa fuudist«, eða »þar getur að líta«. Bls. 214: »Táknunarhenging Oðins«. Skárra hefði verið dul- arhenging (sbr. dulmæli = óljós orðtök, er fela í sér líkingu, þ. e. tákna annað en þau benda beint til). Bls. 365: »1 ýtrustu neyð«, f. þegar í nauðirnar rak. Rangar fallmyndir eru lundí, þolf. flt., f. lunda (bls. 201) og föðurs f. töður (bls. 364 og 367); má vera að hin fyrri sé prentvilla. Smáprentvillur hirði eg eigi að greina, svo sem þótti f. þótt (bls. 82), gnæð f. gnægð (199), spottið f. sprottið (201), enda eru þær ekki ýkjamargar. Meinlegri eru fjárframlega f. -laga (28), hosnaster&a f. hosnastería (318) ■— þetta hlutarheiti kemur að eins einu sinni fyrir — og Krákunesskógur f. Krákunefsskógur á bls. 9, þar sem skógar í fornöld eru taldir; síðar kemur orðið tvisvar í réttri mynd. Þá er að geta hins eina verulega, er mér fyrir mitt leyti feilur miður við bók þessa, en það er stafsetningin á greinum þeim, er höf. tilfærir úr fornritunum. Þær eru eins og gefur að skilja sam- an komnar úr ýmsum áttum, sumar teknar eftir útgáfum með »normal«-réttritun, aðrar eftir ramv/sindaleguin útgáfum, er fylgja nákvæmlega stafsetning einhvers höfuðhandrits. Hér ægir þvf sam- an allri stétt. Að réttu lagi var ekki nema um tvent að giöra, annaðhvort að rita tilvitnanirnar með normal-stafsetiiiiig, eða s u'ia þeim til nútíðarmáls sem inest, og er hið síðara aö miuni skoðun langheppilegast í alþýðuritum. Hitt nær ekki neinni átt, að vera í slíkum bókum að að eltast við gluudroðarithatt forura haiidiita.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.