Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 92

Skírnir - 01.01.1907, Page 92
Erlend tiðindi. Þyzkaland. Orðlagt ólag er og hefir lengi verið á nýlendu- búskap ÞjóSverja. Nýlendurnar litlar og lólegar yfirleitt, fyrir annað eins stórveldi. Þeir kornu svo seint í víngarðinn þann, Onnur höfuðríki álfunnar langt um fyrri til, einkum Bretar. Einn nýlenduskikinn þýzki er í Afríku sunnan og vestan. Það er mælt, að til hans hafi verið kostað nær 300 milj. kr. á ekki mörgum árum. Þar bjuggu fyrir Hotteutottar og hafa þeir átt ilt við Þjóðverja alla tíð. Þeir halda þar her manns til landvarnar fyrir þeim, ekki færra lið en 10—20 þúsundir, og þó farið fyrir þeim hverja hrakförina eftir aðra, þótt hinir sé að sögn margfalt fálið- aðri. Hryllilegar misþyrmingar við þarlendan lýð er og Þjóðverjum brugðið urn. En heima í Berlín situr yfirstjórn nýlendumála og matar krókinn á fjáraustrinum úr ríkissjóði handa nýlendunum. Það komst upp í sumar sem leið. Þá var settur nýr maður yfir þau mál þar, Dernburg að nafni, ötull bankamaður og fjármála- garpur hinu mesti. Hann tók skörulega í taumana. En það var um seinan. Þingið gerð'i storm í móti nýlendumálastjórninni og vildi ekki veita nærri því eins mikið fé og áður til nýlendumál- anna. Meðal annars vildi stjórnin fá veittar 29 miljónir rikismarka (= 26 milj. kr.) eftir á til Afríkunýlendunnar. En þinginu þótti nóg að hafa það 20 milj. marka, og fór fram á, að setuliðinu þar væri fækkað niöur í 8000, og í 2500, er frá liði. Stjórnin aftók það. Kvaðst eiga því að ráða, en þingið ekki. Etida lægi sæmd ríkis- ins við, að það hóldi veg sínum í fjarlægum heimsálfum og færði ekki samau kvíarnar þar. Þingið sat við sinn keip. Keisari svar- aði þeirri þrjózku með þingrofi. Þetta var á miðri jólafóstu. Nú var búist til kosnittga af miklum móði, og varð kosninga- bardaginn harðari en dæmi eru til áður. Honum lauk svo, sem fáa varði, á þorrattum snentma, að stjórnarandstæðingum fækkaði á

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.