Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 93

Skírnir - 01.01.1907, Page 93
Erlend tíðindi. 93 þingi, eihkum jafnaðarmötinum (sösíaliStum); þeir komust niður í 43 úr 81. Alis er þingmannatalan á ríkisþinginu 397. Stjórnarmenn höfðu slegið á þjóðmetnaðarstrengi kjósenda. Það stóðust þeir ekki. Keisari lót mikið yfir sigrinum og þeir Btilow ríkiskanzlari hans. Og er nú búist við, að heldur verði nú lagst á afturhalds- sveifina af þeirra hálfu, er um stjórnvölinn halda. R ú s s 1 a n d. Stjórnleysisógangur á aðra hönd og hallæri á liina, — það tvent hefir Rússastjórn átt við að etja þennan vetur sem tíðum ettdranær. Höfðingjavígum og öðrum hryðjuverkutn segir nokkuð frá í annálnum hór á eftir. Þeim fylgja líflátsdómar og manna aftökur hrönnum. En nú þykir sem öll þau ósköp sæti litlum tíðindum móts við hallærið. Uppskera brást gersamlega í sumar sem leið um allar landsuðurhálfttr ríkisins, og varð víða annarstaðar hálfu mintta en í meðalári, vegna hita og þurka. En uppskeruleysishéruðin byggja 30 miljónir manna. Fyrir 16 árum urðu 60,000 manna hungur- morða í einu ainti, Samara. Þá gekk eitt iiið mesta hallæri, er yfir landið kom öldina sem leið. En nú er það sagt miklu voða- legra. Almúginn leggur nú til muntis hvers konar óæti, brennir ofan af sór kofana til að hlýja sér, og ltaugar sér saman í hreys- in, sem eftir standa. Sumstaðar selja bændur börn sín man- :sali til þess að fá eitthvað ofan í sig, einkum stúlkubörn í kvenna- 'búr Tyrkja. Samskot gerð víða um lönd, og stjórnin miðlar stórfó, •en þar sér ekki högg á vatni; enda er brugðið um að meta meira að koma sér upp nýjum herskipastól eftir ófarirnar fyrir Japönum iheldur en að forða þegnum sínum við að verða hungurmorða. Keisari lét kjósa á þing í vetur á nýjan leik, eins og heitið var í fyrra, og setja þing að því búnu 5. marz. Þrátt fyrir megn- an yfirgang og ólög af valdsmanna hálfu urðu stjórnarandstæðingar hér um bil hálfu fleiri en hinir; en heldur sundurþykkir s(n í milli þó. Fátt hefir gerst tíðinda á þingi enn. Þó þykir Stolypin yfir- ráðgjafi hafa komið betur fram þar en fyrirrennarar hans. Frakkland. Þar er enn skilnaðarmálið ríkis og kirkju aðalumræðuefni innan þings og utan, þó að skilnaðurinn sé raunar löngu á kominn að lögum. En það er framkvæmd laganna, sem mú rís af þras og deilur. Stjórnin vill beíta þar allri þeirri mannúð

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.