Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 1

Skírnir - 01.01.1909, Page 1
Skapstörar konur. Alþýðuerindi. Margar eru þær konur í í'ornsögum okkar, sem okkur íslendingum heíir fundist mikið til um á einhvern veg, margra kvenna, þar getið, sem hafa laðað hug okkar eða fælt hann. En óhætt tel eg að íullyrða það, að mest höf um við hugsað og talað um þrjár þeirra. Þessar konur eru þær Hallgerður Höskuldsdóttir lang- hrók, Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Guðrún Ósvífurs- dórttir. Þessar fornkonur hafa læst sig inn í huga okkar öll- um öðrum fremur, af því að lýsingar þeirra eru svo ljós- arísögunum-—vér verðum svo mikils vísari um þær— af því að ástríðumagnið ersvo mikið í lífi þeirra, og af því að söguhöfundarnir skilja við þær svo óvenjulega eftir- minnilega undir æfilokin eða í þeim. Síðast er okkur sagt það af einni þeirra, eða gefið í skyn að minsta kosti, að hún hafi gerst fyigikona eins hinna mestu varmenna, sem getið er um í fornsögum okkar. Við aðra er skiiið á tindi ástríkisins og trygðarinnar. Hún gengur sjáifviljug til hvilu með manni sínum, þegar híbýii hennar standa í björtu báii utan um hana. Þriðja konan býr við auð og sæmd í elli sinni. En hugurinn er fullur af harmi. Hún er löngum um nætur að kirkju á bænum sínum. Og þá grætur hún heitum tárum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.