Skírnir - 01.01.1909, Page 7
Skapstórar konur.
7
jarls á. Fé týnist alt, sem yar á skipinu, en mönnum
var borgið. Vigfús son Viga-Glúms leitar um sættir. En
•ögmundur svarar af svo miklu mikillæti, að maðurinn,
sem fyrir tjóninu hafði orðið, hefir ekki lund til þess að
semja við hann og lemur ögmund með öxarhamri, svo
að hann féll þegar í óvit. Vigfús biður hann oft að hefna
sín og býður honum sitt liðsinni. En ögmundur er þá alt í
einu orðinn gætinn maður. Hann sér, að með þvi mundi
hann stofna Vigfúsi í opinn dauðann; »á ek annat at
gjalda Glúmi föður þínum«, segir hann, »en hafa þik i
þeiri hættu, at þér sé vís ván meiðsla eðr bana af mínu
tilstilli«. Vigfús tekur þeirri afsökun hið versta, og smán-
ar ögmund í orðum. Og ekki tók betra við, þegar ög-
mundur kom heim til Glúms. ögmundur færir fram sömu
málsbætur eins og við Vigfús; hann vildi ekki stofna syni
hans í hættu. Glúmur segir, að sér hefði þótt tilvinnandi,
að þeir væru báðir dauðir, sonur hans og ögmundur, ef
hann hefði hefnt sín. 0g þó að ögmundur sé hinn mesti
nytsemdarmaður á heimili hans, þá rekur Glúmur hann
burt. Þá fyrst, er ögmundur hefir farið utan hið annað
sinn, og komið fram hefndinni, tekur Glúmur hann aftur
í sátt við sig.
Og mennirnir liafa svo sem ekki losað sig við þessa
hefndardýrkun enn. Með sumum helztu menningarþjóð-
unum er það sæmdarskylda hinna heldri manna enn í
dag að g a n g a á h ó 1 m við þá, sem hafa móðgað þá.
Vitanlega er það ekki gert í því skyni að fá útkljáð með
skynsamlegum hætti, hvor á réttu hefir eða röngu að
standa. Einvígis-úrslitin geta enga bendingu gefið um það.
Það er ekki gert í neinu öðru skvni en því að hefna sín.
Og nokkurn veginn hið sama má segja um m e i ð y r ð a-
m á 1 a f e r 1 i n, sem tíðkast hafa svo mikið með okkar
þjóð. Sé maður borinn því, sem kallað er meiðyrði,
frammi fyrir almenniugi, þá telja flestir svo sem sjálfsagt,
að hann höfði mál. Það er sjaldnast, mér liggur við
að segja aldrei, gert í því skyni, að mennirnir fái að sjá,
hvað sé rétt og hvað sé rangt. Málsúrslitin sýna sjaldn-