Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 13

Skírnir - 01.01.1909, Page 13
Skapstórar konur. 13 honum fórust svo orð. Svo mikla ást hefir hún getað kveikt hjá vandalausu vinnufólki. Og við vitum, hvað drengurinn Þórður Kárason, dóttur- sonur hennar, sagði í brennunni. »Þik skal bera út, ok skalt þú eigi inni brenna«, segir Bergþóra við hann. »Hinu hefir þú mér heitit, amma«, segir sveinninn, »at vit skyldim aldrei skilja, meðan ek vilda hjá þér vera. En mér þykkir miklu betra at deyja með ykkr Njáli, en lifa eftir«. Yið vitum, að hún hlýtur einhvern tíma að hafa verið góð við þann dreng. Þegar við athugum þetta, fer okkur að verða skiljan- leg, hvað sem öllum hermdarverkum og manndrápum líður, sú óumræðilega dýrlega stund, þegar hún velur um lífið og dauðann. Eldur hefir verið kyntur fyrir öllum dyrum. Allur skálinn logar ofan. öll húsin eru tekin að loga. Angist dauðans hefir gagntekið konurnar, sem vonlegt var, þó að Njáll reyni að sefa þær með fortölum um miskunnsemi guðs. Og nú eru þær allar komnar út, nema Bergþóra. »Gakk þú út, húsfreyja«, segir Flosi þá; »því at ek vil þik fyrir engan mun inni brenna*. Bergþóra mælti: »Ek var ung gefin Njáli — ok hefi ek því heitit honum, at eitt skyldi ganga yfir okkr bæði«. »Síðan gengu þau inn bæði« — inn í logandi húsin, inn í opinn dauðann, hvort inn í annars ástararma, sem vafalaust hafa þá jafnan opnastir og útbreiddastir verið í öllu lífinu, þegar mest reyndi á og andstreymið var örðugast — hvort inn í annars faðm, sem hlýjastur er í sjálfum dauðanum. Við komum þá að þriðju konunni, sem eg nefndi í upphafi þessa máls, Guðrúnu Osvífursdóttur. Um enga íslenzka fornkonú hefir okkur íslendingum orðið jafn-tíðrætt. Það kemur af því, að engin fornkonan okkar fær hugsjónaaflinu jafn mikið að starfa. Hún virðist hafa verið mest atgerviskona, líkamlega og andlega, af öllum konum í fornsögum okkar. Laxdæla

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.