Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 14

Skírnir - 01.01.1909, Side 14
14 Skapstórar konur. segir um hana. þegar hún nefnir hana hið fyrsta sinn, að hún hafi verið »kvenna vænst, er upp óxu á íslandi, bæði at ásjánu vitsmunum. Guðrún var kurteis kona, svá at í þann tima þótti alt b^rnavipr, þat er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni. Allra kvenna var hon kænst ok bezt orði farin«. Og þegar Hrefna tekur að stríða Kjartani á Guðrúnu — um það leyti, sem Kjartan er í grimmustum hug' til hennar og' vandamanna hennar og hefir gert Lauga- fólkinu hina rnestu svívirðing — þá segir hann, að Guð- rún mundi »ekki þurfa að falda sér motri. til þess at sama betr en allar konur aðrar«. Hún hlýtur að hafa verið óumræðilega yndisleg, bæði ásýndum og í viðmóti, þegar hún vildi það við hal’a. Við sjáum það bezt á því mikla valdi, sem hún á á þeim mönnum, sem komast í mest kynni við hana. Hitt hefir þó enn meira á okkur fengið, hve fjöllyncl hún er. Skapferlið er svo óvenjulega fjölbreytilegt — eins og allar andstæður komist þar fyrir. Grimm er húnr eins og þær, sem grimmastar eru; í því efni er Hall- gerður henni fráleitt meiri. En Guðrún er undii'förullir af því að hún er vitrari. Hún tælir menn út í hættu- legustu vandamál, og varpar þeim frá sér eins og útslitn- um skógörmum, þegar hún hefir fært sér í nyt flasfengni þeirra og auðtrygni. En hún er ekki að eins full ást- úðar við vandamenn. Hún getur reynst vandalausum mönnum svo mikill drengur, að hún stofnar öllu í hættu fyrir nauðleitarmenn sína, jafnvel sæmd og metorðum og gæfu sjálfrar sín. Hún festir ást við mann og ann honum fram í dauðann. Hún lætur taka þann mann af lífi. Og hún lætur fóstbróður hans, sem aldrei getur annað en elskað hann, verða banamann hans. Astríðurnar eru óhemjulegar. En stillingin er svo mikil, að mann hryllir við, eins og komið sé út úr mannheimum. Berg- þóra geisar um bæinn í geðshræring. Hallgerður hleður menn illyrðum. En Guðrún er eins og fjörður í hvíta- logni, þegar lienni er skapþyngst. Þegar Bolli maður hennar er veginn, gengur hún til tals við vegendurna og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.