Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 15

Skírnir - 01.01.1909, Page 15
Skapstúrar konur. 15 fylgir þeim á leið, í því skvni að vita sem gerst, hverjir hafa verið í ferðinni. Hún spyr þá, hvað til tíðinda hafi orðið í skiftum þeirra Bolla. Þeir segja slíkt sem i hafði gerst. Enginn finnur á henni, að þeir hafi neitt það gert,. er henni var í móti skapi. Einn vegandinn hefir í framrni við hana það illmenskubragð, að hann þerrir á fötunn hennar blóðið af þvi spjótinu, sem hann hat'ði lagt mann hennar í gegn um með. »Guðrún leit til hans o k b r o s t i v i ð«. Langmest af því, sem okkur er sagt um Gfuðrúnu, er bundið við ástamál hennar og hjónabönd. Laxdæla legg- ur sérstaka áherzlu á giftinga-örlög hennar með þvi að segjsg þegar Guðrún er nýkomin til sögunnar, drauma, sem hana dreymir íyrir mönnum sínum. Einn er krók- faldur, sem henni þótti illa sama; og hún greip hann af höfði sér og kastaði honum út í læk. Annar er silfur- hringur, sem henni þótti mikil gersemi og ætlaði lengi að eiga. En hann rendi af hendi henni út í vatn og hún sá hann aldrei síðan. Þriðji er gullhringur, sem hún hugði, að hún mundi lengur njóta en silfurhringsins; en ekki þótti henni sá gripur þeim mun betur sama, sem gull er dýrra en silfur. Grullhringurinn lenti á steini og brotnaði, og lienni þótti dreyra úr hlutunum. Hugmynd hafði hún uni það í draumnum, að ef hún hefði betur til gætt, mundi hringurinn ekki liafa brotnað. Fjórði er gull- hjálmur, mjög settur gimsteinum. Hann var henni nokkuð þungur, svo að hún bar halt höfuðið. Hann steyptist af höfði hennar út á Hvammsfjörð. Guðrún er manni gefin, 15 ára gömul, nauðug eins og Hallgerður. Samfarir þeirra voru nokkuð dæmislíkar sam- búð Hallgerðar við fyrsta mann hennar. Hallgerður eyddi mat gegndarlaust. Guðrún er manni sínum erfið í gripa- kaupum. »Váru engar gersimar svá miklar á Vestfjörð- um, at Guðrúnu þætti eigi skaplegt at hon ætti, en galt þó fjandskap Þorvaldi, ef hann keypti eigi, hversu dýrar sem metnar voru«. Loks brestur liann þolinmæði út af öllu þessu hófievsi og slær hana kinnhest. Hún tekur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.