Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 21

Skírnir - 01.01.1909, Page 21
Skapstórar konur. 21 hið mikla níðingsverk Ouðrúnar, álíka hrapallegt eins og atferli Ilallgerðar, þegar hún neitaði Gunnari um lokkinn. Bolli fer af stað og verður banamaður Kjartans um daginn. Fráleitt reyndar með þeim atvikum, sem Lax- dæla segir — að Kjartan hafi kastað vopnunum, þegar Bolli réð að honum. Það virðist blátt áfram ekki ná nokkurri átt, eftir því sem Kjartani er lýst bæði á þeim fundi og endranær. Sagan er full átakanleg og hörmu- leg samt. Bolli kemur heim harmþrunginn. Guðrún má ekki tala um þetta við hann. »Þó mætti mér þat óhapp seint ór hug ganga, þóttú mintir mig ekki á þat«, segir hann. »Ekki tel ek slíkt með óhöppum«, segir hún; »þótti mér sem þú hefðir meiri metorð þann vetr, er Kjartan var í Noregi, en nú er hann trað yðr undir fótum, þegar hann kom til íslands, en ek tel þat þó síðast, er mér þykkir mest vert, at Hrefna mun eigi ganga hlæjandi at sæng- inni í kveld«. Hrefna hefir aldrei, svo menn viti, stigið á það strá, er henni mætti til meins vera. Þann dag er Guðrún eins og djöfull í mannsmynd, eins og ill vættur og örg í líki hinnar fegurstu og atgervismestu konu á íslandi. Og samt kemur þ a ð fram, einmitt í þessari sam- ræðu, sem bjargar henni að lokum. Bolli finnur, hve ill- mannlega þetta er mælt, og reiðist. »Ósýnt þykki mér«, segir hann, »at hon fölni meir við þessi tíðendi en þú, ok þat grunar mik, að þú brygðir þér minnr við, þó at vér lægim eftir á vígvellinum, en Kjartan segði frá tíðendum«. Eg verð að fara fljótt yflr sögu. Kjartans er hefnt. Bolli er veginn af mannfjölda og með engu meiri dreng- skap en beitt er við víg Kjartans. Gullhringurinn í draumnum er hrokkinn sundur. Og Guðrún er þá sjálf beitt þeirri hranalegu illmensku, sem eg hefl áður minst á. Bolla er hefnt. Helgi Harðbeinsson er veginn, sömu- leiðis af mannfjölda og með litlum drengskap. Guðrún ginnir til þess mann, sem engan hlut á að þessum mál-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.