Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 23

Skírnir - 01.01.1909, Page 23
Skapstóraf konnr. 23 ■um þessa ógleymanlegu játningu: »Þeim var ek verst, er ek unna mest«. Slik sár græðir enginn maður. Slíkan ófrið sálarinn- ar sefar enginn maður. Ekkert er að leita, nema til hans, sem Islendingar voru nýfarnir að fá fræðslu um að sé öllum hlutum ofar, sé máttugur í veikleikanum, og miskunnsamur, þó að hugir mannanna séu fullir af heift og hefnd. Og Guðrún verður trúkona mikil og fyrst nunna á íslandi. Og hún er löngum um nætur að kirkju á bænum sínum. Og hún grætur þá svo heitum iðrunar- og trúartárum, að heiðin völvan, sem hvílir þar undir, brennur öll og hefir engan frið. Þegar við nú rennum að lokurn augunum allra snögg- vast til þeirra allra s a m a n, þessara þriggja kvenna, sem allar eru svo mikilfenglegar, hver með sínum hætti, þá sjáum við, að yfirsjónir þeirra allra eru nokkuð svip- aðar. Allar eru þær blóðþyrstar, þegar því er að skifta, gjarnar til manndrápa. 0g allar koma þær manndráp- um sínum fram. Og samt er þetta ómælilega djúp stað- fest milli æfilokanna. Þetta bendir á þann sannleika, sem forfeðrum okkar var svo ljós, að siðferðilpgt gildi mannanna verður ekki metið, nema að tiltölulega litlu leyti, eftir yfirsjónum þeirra, hvorki mergð né magni yfir- sjónanrxa, né jafnvel glæpanna. Það er alt annað en yfirsjónirnar, sem gerir þessar konur svo ólíkar hverja annai'ri. Það er hæfileik- inntilþessaðelska. Ekki sá hæfileiki, sem þeim er meðfæddur. Hall- gerður hefir sjálfsagt veiið honuxn gædd eins og hinar. Hún á hann enn í sambúðinni við Glúm. Hún hefði að líkindum oi'ðið góð kona, ef hún hefði fengið að njóta Glúms. En hún hlynnir ekki að honum. Hún lætur hann visna og deyja. Og hún vei’ður að illkvendi og skækju. Það er hæfileikinn til að elska, se.n maðurinn hefir sjálfur eflt og þroskað. Það er hann, sem lætur Bergþóru leggjast niður hjá manni sínum í brennunni og gerir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.