Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Síða 29

Skírnir - 01.01.1909, Síða 29
Ur ferðasögu. 29 litast yfir grundirnar með ánni II m og lystiskóginn fræga, sem lagaður var að svo miklu leyti eftir fyrirsögn Goethe. Eftir því sem hagaði til á þeim timum, þá hefði Goethe varla á nokkurn annan hátt getað notið sin eins vel og þarna í Weimar, og á mannkynið mikið að þakka hertoganum, er hon- um fórst svona vel við þennan afburðasnilling; hefir Karl Agúst þar unnið sér sannari og betri frægð, en þó að hann hefði sigur fengið í stórum orustum. Sá íslendingur, sem Goethe minnir mest á, er Jónas Hall- grímsson, þó að lítið næði fram að koma af því sem í Jónasi bjó, og þó að hann hafi sennilega aldrei frá upphafi verið jafn fjör- mikill og Goethe. Hjá báðum fór einkennilega saman vísindaleg og skáldleg ihugun náttúrunnar; og báðir höfðu englatungu. Öll- um kemur nú saman um, að jafn ómfagurt og ljúft hafi ekki verið kveðið þar í landi fyr eða síðar, eins og Goethe gerði, og hann skyldi við þýzkuna fyllra og fegurra mál en hann tók við henni. Og vinátta Karls Agústs og Goethe minnir dálitið á vin- áttu Tómasar og Jónasar. Að vísu var Tómas ekki hertogi, en hann var konungur1) að stórhug og hjartalagi, og sjálfsagt hefði honum farist ekki siður við Jónas, en hertoganum við Goethe, hefði hann ráðið fyrir hertogadæmi og stóreignum. Skáldið Goethe er svo víðfrægt og voldugt, að það skyggir eins og við er að búast á náttúrufræðinginn; og varði þó Goethe mjög miklum tíma til náttúrurannsókna og hefir mikið um þau efni ritað. Hann hafði áhuga á öllu, frá forngrýtinu til mannshjartans, elzta barni náttúrunnar til hins yngsta, eins og hann segir sjálfur. Merkar ritgerðir eru til eftir hann í grasafræði og dýraíræði, og einnig um jarðfræði hefir hann ritað. En einna mestum tima varði hann þó til eðlisfræðis- rannsókna (litfræði), og þykir honum þar sízt hafa tekist, af því að honum var ósýnt um stærðafræði og skorti þar mjög þekkingu. Eitt af því sem frægt er í Weimar er standmyndin fagra, þar sem þeir eru saman á stalla Goethe og Schiller, Annað sem tengir nöfn þeirra saman, er Goethe-Schiller skjalasafnið, og var þar gaman að sjá m. a. bréf Goethe til ýmissa merkis- þ þ. e. a. s. eins og véi mundum konung kjósa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.