Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 37

Skírnir - 01.01.1909, Page 37
Ur ferðasögu. 37 ur rómurinn ef til vill stunduin byrstari en annars mundi hafa orðið. Til víðfrægðar styður [iað heimspeking miklu fremur, ef haldið er að hann beiti sér fyrir einhvern voldugan hleypi- dóm, heldur en þó að hann hafi djúpýðgi og ritsnild til að bera á jafn frábærilega háu stigi eins og Nietzsche. Liklega er jafnvel óhætt að segja að flest víðfrægð sé að ekki litlu leyti bygð á misskilningi, — nema víðfrægð kraftamanna, þar er gáfa sem jafnvel »dómgreind niiljónarinnar« getur ekki villst á. Liðsforinginn hafði á skólaárum sinum oft séð Nietzsche, og talað við hann eftir að hann var orðinn brjálaður. Gat hann vel talað um ýms einföld efni, þar sem ekki þurfti við nema mjög litillar andlegrar áreynzlu; slik efni voru t. a. m. ýmsar skólasögur, en liðsforinginn gekk i sama latínuskóla og frændi hans. Nietzsche segist einhversstaðar teljast til þeirra véla, sem alt í einu geta sprungið sundur (»Ich höre zu den Maschinen, welche zerspringen können«) og sönnuðust orð hans því mið- ur alt of vel. II. Munchen. 1. Eftir of stutta dvöl hvarf eg frá Weimar og hélt til Munchen, höfuðborgar Bæverjalands. Herbergi mitt á'gesthús- inu sneri út að járnbrautarstöð einni mikilli, og var þaðan að heyra ólinnandi hávaða alla nóttina. Járnbraularstöðvar stórborg- anna eru eins og nokkurskonar hjörtu, þar sem hreyfingin hættir aldrei. Þar gengur sífelt á dunum og dynkjum og eimreiðarnar eru stundum með þungum stunum, líkt eins og þessar furðu- legu járnskepnur væru að kasta mæðinni eftir langar og strang- ar dagleiðir. Það er nógu gaman að sjá farandann og komand- ann og allann ganginn á stórri járnbrautarstöð, einkum á Þýzka- land, því að þar virðist alt í þeim efnum stórfenglegra en annars staðar í Evrópu, útbúnaður betri og regla meiri en t. d. á

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.