Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 46

Skírnir - 01.01.1909, Page 46
Vistaskifti. Nokkurir smáþættir eftir ElNAR HJÖRLEIF8SON. V. Eg var að sækja vatn. Og mér fundust berar hend- urnar ætla af mér. Útmánaða-sólin réð ekki við neitt. Dalurinn var ekkert annað en snjór. Út og suður snjór; uppi í fjallinu og niðri við ána snjór; háir snjó- skaflar upp að bænum; þykk snjóbreiða á bæjarþökun- um. Og skafrennings-snjómóða uppi yfir jörðinni; hún barst sumstaðar beint áfram fyrir golunni; sveiflaðist sum- staðar til og varð að kófi, virtist koma úr öllum áttum og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Og kuldinn lagði ísþak á hverja sprænu, sogaðist inn göngin, fylti alla hrolli, ef lokið var upp hurð, hleypti öllu i gadd, ef hann náði í nokkura deiglu, kvaldi menn- ina með þeim margvíslega hætti, sem hann einn getur hugsað upp, og hæddist að þeim í þokkabót með því að draga upp yndislegar kynjarósir á gluggana hjá þeirn, eins og hann ætlaði að búa þeim einhverja paradísarhöll, og alt annað yrði honum alveg óvart. Eg var^að rogast með föturnar heim eftir hlaðinu. Þá kom Jón í hlaðið á Bleikskjóna. Hann var að koma af fundi, sem bændur í sveitinni höfðu haldið daginn áð- ur. Báðir vorum við fönnugir frá hvirfli til ilja. — Komdu •blessaður, Steini minn, sagði Jón og vatt. sér af baki.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.