Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 55

Skírnir - 01.01.1909, Page 55
Um ættarnöfn. 55 hjá karlmönnunuin, sem eigi leiðrétta slíkar íirrur eigin- kvenna sinna. Eitt af því, sem G. Kamban færir máli sínu til stuðn- ings, er það að fjölmargar embættismannakonur í Reykja- vík haíi tekið upp ættarnafn eða kenning við föðurnafn eiginmanna sinna. Eg fæ nú eigi séð, að embættismanna- konur í höfuðborginni eða annars staðar á landinu séu nokkurt fyrirmyndardæmi í þessu efni. Svo sem vant er að vera um allar framfarir og afturfarir, þá mun þessi ættarnafna-upptaka hafa byrjað á meðal æðri stéttanna í öllum löndum og færst svo til lægri stéttanna. Eg fæ eigi skilið, að hann Sigurður Höskuldsson, sem höf. tekur að dæmi, sé endilega tilneyddur að nefna konuna sína Karen Höskuldsson eftir giftinguna, þótt hún sé dönsk og fædd Jörgensen. Látum föður hennar hafa heitið »Sören« og þá er hún eigi of góð til að verða eftir íslenzkum hætti að nefna sig Karen Sörensdóttur í hjúskapnum. Eg fæ eigi betur séð, en að ennþá sé hægt að verjast þessari nýbreytni með ættarnöfn bjá þjóð vorri, og það ásamt með ýmsu fleira veldur þvi að eg er á móti þeim. En samt vil eg í ritgerð þessari sýna fram á, hvernig sann- íslenzk ættarnöfn ætti að verða mynduð, ef sú mæða á fyrir oss að liggja að innleiða þau; því að ennþá er mál þetta eigi nærri nógu vel skoðað frá öllum hliðum. Mjög lítið vill G. Kamban gjöra úr því, að þessi venja að kenna sig við föðurinn, sé þjóðleg og íslenzk. Hann segir að þetta sé íslenzkt öldungis eins og það hafi áður fyr verið þýzkt, danskt o. s. frv. En að neita því að þetta sé af þessari ástæðu sérstakiega þjóðlegt með Islendingum er alveg röng og háskaleg kenning. Fæstir þjóðlegir hlut- ir eru þannig lagaðir, að þeir hafi hvergi í heimi til ver- ið nema hjá þeirri eða hinni þjóðinni. Flest það sem einhversstaðar er þjóðlegt hefir áður verið sameign heilla þjóðbálka, en svo orðið þjóðlegt við það eitt, að hafa varð- veizt kynslóð eftir kynslóð á þessum eina stað, þegar það var gleymt hjá öllum öðrum. Engum manni dettur í hug að neita því, að málið, sem á vorum dögum er talað hér

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.