Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 56

Skírnir - 01.01.1909, Side 56
56 Um ættarnöfn. á íslandi, sé þar einkarþjóðlegt nú. En þetta er svo fyrir þá sök, að hinar norðrænu þjóðirnar hafa týnt því af tungu sinni, því fyrir hundruðum ára var það alls eigi neitt sérkennilega þjóðlegt á Islandi, heldur var tungan sam-norðræn. Líkt mun mega segja um íslenzku glímuna þjóðlegu eða um vikivakadansinn hjá Færeyingum. En öldungis sama gildir um þenna sið að kenna menn ein- göngu við föðurinn. Enginn efi er á því, að vér Islendingar eigum beint samskonar heiður skildan fyrir að hafa varðveitt þenna sið, sem fyrir það að hafa framan úr fornöld haldið óbreyttu tungumáli. Nú orðið erum vér einir allra gotneskra þjóða um venju þessa, svo á vorum tímum er hún í hæsta máta þjóðleg hér á landi og þvf skaði að sleppa henni. Með útlendum þjóðum hafa ættarnöfn eígi komist í hefð í ættum konunganna og því er það, að ein- staka útlendingur lætur sér um munn fara, að það sé engu líkara en að allir Islendingar séu konungbornir menn. Eigi má því heldur mótmæla, að ættarnafnasiðurinn komst inn hjá hinum gotnesku þjóðum á þeim timum, sem virð- ingin fyrir þjóðerninu var nálega engin og fínast þótti að apa alt eftir rómversku þjóðunum. Væri það enn venja t. d. hjá Englendingum og Þjóðverjum að kenna karla og konur við föðurinn, en nota fornafnið eitt í daglegu tali, myndi þeir eigi nú fara að fá sér ættarheiti. Sumir halda því fram, að ættfræðingunum sé stór hægðarauki í ættarnöfnum, en aftur segja aðrir að þau geri þeim stórt ógagn. En eftir því sem ættfróður maður hefir látið í ljósi við mig, þá gera ættarnöfn hvorki gagn né ógagn í ættfræðinni. Sannleikurinn er eflaust sá, að það stendur öldungis á sama um þetta í ættvísinni. En hér kemur fleira til skoðunar. Sá sameiginiegi stórgalli er á gersamlega öllum þeim ættarnöfnum, sem innleidd hafa verið á íslandi, að þau, að máli, eru hvorki íslenzk né útlenzk, heldur málleysur. Af Borgarfjörður er t. d. myndað »Borgfjörð«, af Bárðardalur »Bárðdal« o. s. frv., en svona eru þau hvert og eitt, svo það er stór

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.