Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 60

Skírnir - 01.01.1909, Page 60
<;o Um ættarnöfn. hin síðari móðirin og myndríkt fornaldarmál, er eigi verð- ur borið saman við hitt, með þetta. Sannleikurinn er sá, að eigi ættarnöfn að verða sann- íslenzk og um leið fjölbreytt og fögur, þá verða þau að geta myndast af öllum flokkum nafnorða, jafnt með veikri og sterkri beygingu og livers kyns sem orðin eru. Þau eru engin Islenzka nema þau geti hneigst öldungis eins og hver önnur orð í málinu, ýmist mikið eða litið eftir atvik- um, enda sé eg enga ástæðu til, hvers vegna þau mega eigi halda öllum fallendingum óbrjáluðum, og nefnifalls- merki og þágufalls alveg eins koma þar fram, sem merki þolfalls og eignarfalls. Eða hvi skyldi eigi mega halda réttu ar fyrir rangt s í eignarfalli þeirra. orða, er eg tók fyrir dæmi nú síðast? Fólk mundi fella sig einmitt betur við réttu myndirnar, þegar málkunnáttan væri í þolanlegu lagi og nöfn þessi orðin algeng. Hitt að geta sætt sig við beygingarlausa meginhluta orða (um orðrœtur er þar sjaldn- ast að tala), sýnir ekkert annað en stórskemda málkend, er beinleiðis hefir skapast af endingarlausu og útlendu ættarnöfnunum, er nú um sinn hafa verið að flækjast um landið og í málinu, svo eigi eru upptökin góð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er nefnifallið eina orðmyndin, sem deila er um, hvort halda skuli fallsmerk- inu eða fella það niður. En um það getur þó engum blandast hugur, að það er íslenzkara og í meira samræmi við önnur orð í málinu og einkum við ættarnöfn af veiku beygingunni, að halda nefnifallsmerkinu, annars verður endalaust ósamræmi á milli sterku og veiku ættarnafn- anna. Með þvi að halda fullri beygingu verða t. d. nöfn- in Árni Hólmur og Olafur Múli alveg hliðstæð, en ef hið fyrra endilega á að heita A. Ilólm, þá verður hitt að liljóða O. Múl, sökum samkvæmninnar, en slík afbökun væri viðurstygð. G. Kamban telur upp sæg af orðum til að sýna vöntun fallendinga í orðflokkura, sem svo aftur á að vera sönnun þess að sleppa megi nefnifallsmerkinu í ættarnöfnum. En með þessu sannar hann bókstaflega ekkert. Hann sannar það eitt, sem allir vita og engrar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.