Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 61

Skírnir - 01.01.1909, Page 61
Um ættarnöfn. 61 sönnunar þarfnaðist, að til eru orðflokkar í málinu er yantar sum fallsmerkin; en hitt, að til sé nokkur tegund hluta, sem jafnan eigi sér fallendingalaus heiti í málinu, það tekst honum eigi að sanna, sem eigi var heldur von. Þetta hefði hann þó þurft að gera; að t. d nöfn á lagar- dýrum væri ávalt endingalaus eða sú tegund eiginnafna, sem eru staðaheiti, því ættarnöfnin heyra undir eitthvað slíkt, en eru engin sérstakur beygingarflokkur orða. Hefði eg viljað færa sönnun fyrir þessu máli, mundi eg enga aðra sönnun þókst þurfa en þessa: Islenzk ættarnöfn með sterkri beygingu geta verið endingarlaus i nefnif. öldungis eins og orðið »sonur« er endingarJaust, þegar það er haft að föðurkenningarnafni t. d. »Sighvatsson« o. s. frv.« Þessi sönnun ein fer ofurlítið í rétta átt, þótt hún vitanlega sé allsendis ónóg til að réttlæta til fulls endingaleysið, og svo yrði þessi aðferð til þess að skapa ósamræmi við ættarnöfn með veikri beyging, svo sem áður var sagt. I Norðurlandi 19. septbr. 1908 heflr Olafur farmaður ritað grein eina, sem einnig ber fyrirsögnina; »Ættarnöfn«. Margt er vel sagt i þeirri grein, en eigi fekk eg hana í hendur fyrr en eg hafði lokið við að gera uppkast að þessari ritgjörð og gat eg því eigi stuðst við hana sem vert væri. En það gleður mig, að hann er mér alveg samdóma um það, að ættarnöfnin eigi að hafa fulla beyg- ing sem hver önnur orð í íslenzku. Það sem mér líkar illa við grein hans er þetta, að hann heldur með því, að Islendingar taki sér upp ættarnöfn. En vel valin og rétt mynduð vill hann hafa þau. Hann stingurog upp á því, að menn kalli sig frá, úr og af með viðeiganda staðar- heiti t. d. Jón frá Vatni, Bjarni úr Tungu, Geir af Hóli. Slík ættarnöfn hafa eflaust þann kostinn, að þá yrði síð- ur hætt við að fólk hætti alveg í daglegu tali að nota eiginnafn einstaklingsins, en láti ættarnafnið eitt duga. Eg er mjög hræddur um samt, að Islendingar felli sig aldrei við þau og það komist aldrei á. Sönnun þess er það og, að ekkert norrænt mál hefir tekið þau upp 01- afur farmaður vill og láta inynda ættarheitin jafnt úr

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.