Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 67

Skírnir - 01.01.1909, Page 67
Kvenréttindahreyfingin í Ameriku. 67 borg úr borg og ríki úr ríki til að halda fyrirlestra, setja félög á stofn og vinna máli þessu vini og gagn. Á þessum fundum voru kröfurnar mismunandi, þótt a ð a 1- k r a f a n væri jafnan sú sama. Stundum var það endur- skoðun og umbætur á hjónabandslögunum, sem voru, eft- ir enskum lögum, mjög ill og óeðlileg, stundum var það réttur kvenna til að fá aðgang að háskólum og embætt- um, opinberum sýslunum o. fl. Stundum voru það liærri vinnulaun kvenna, jafnrétti i atvinnurekstri og launum á við karlmenn. Stundum var það um fjárráð giftra kvenna yfir atvinnu sinni og séreign þeirra. Stundum um rétt mæðra yfir börnum sínum, um hjónaskilnað o. s. frv. Mrs. Paulina Wright Davis var fyrir þeirri baráttu í Nýja Englandi um nokkur ár, ásamt fyrra manni sínum Frances Wright. Eitt kvöld, þegar þau höfðu haldið fund um þrælamálið, safnaðist múgur manna utan um hús þeirra með ópum og óhljóðum og ætlaði að brenna þau inni. Foringinn klifraðist upp á viðarköstinn, sem átti að kveikja i, til að sjá inn um gluggann, hvað hafst væri að inni, en sá þá, að heimilisfólkið hélt venjulega heimilisguðsþjónustu og kraup þar á bæn. Þá hætti hánn við að brenna þau inni. Mrs. P. Wright var ein af fyrstu konum í Ameríku, sem lögðu stund á líffærafræði og líkskurðarfræði. Hún hélt fyrirlestra um þessi efni, og hafði brúðu til skýringa á fyrirlestrunum, sem vakti mikið hneyksli fyrst í stað. Þó varð þetta til þess að ýmsar konur af áheyrendum hennar urðu með þeim fyrstu til að stunda læknisnám, þegar konum var veittur aðgangur að skólunum. Eftir dauða fyrri manns síns giftist hún aftur Thom- as Davis frá Rhode Islande og settist þá að í Boston. Þar stofnaði hún fyrsta kvenréttindablað heimsins 1853, »The Una«. Árið eftir var maður hennar kosinn á sam- bandsþingið í Washington. Hún fylgdist með honum þangað. Þar kom hún því síðar á, að konur skyldu jafn- an halda allsherjarfund fyrir Bandarikin um þingtímann í Washington, til þess að reyna að hafa áhrif á þing-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.