Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 71

Skírnir - 01.01.1909, Page 71
Kvenréttindahreyfingin í Ameríkn. 71 blaðanna »Lily«, »Una«, »Libertor« eða »Standard«, til að taka að sér málefni okkar ekki síður en þrælamálið. Við höfðum sömu áhuga- og hugðarmál. Við vinnu- skiftinguna bættum við hvor aðra upp. Hún gengur til botns og athugar öll smáatriðin. Eg tek fljótara yfirlit yflr heildina. Eg rita betur. Hún er betri gagnrýnir. Hún útvegar skýrslur um viðburði; eg sé um formið og málið. Báðar höfum við sameiginlega komið með þær röksemdir, sem standa óhraktar um allar aldir«. Margt er það, sem þessum fyrstu kvenréttindakonum var fundið til foráttu, en ekkert var þó, sem þær voru jafnmikið svívirtar fyrir eins og fyrir Bloomabúninginn. Um hann urðu allir á sama máli, karlar og konur, blöð og kennimenn. »Blooma«-búningurinn var tilraun til að fá hentugan og hollan búning handa konum, bæði til vinnu og ferðalaga. Þessi búningur var víð treyja og pils, sem náði ofan á kné, með síðum, víðum buxum undir. Sömuleiðis höfðu »Blooraarnar« stuttklipt hár. Búningur- inn er kendur við Amalíu Bloomer, sem fyrst tók hann upp til að vera í honum og mælti með honum í viku- blaðinu »Lily«, sem hún gaf út. Það var þó ekki hún, heldur hin fríða dóttir auð- mannsins Gerritt Smiths, sem kom búningnum á framfæri. Hún tók hann upp, þegar faðir hennar var þingmaður í sambandsþinginu í Washington, og gekk í honum innan um helzta fólk bæjarins. Svo tók Mrs. Stanton, sem var frænka hennar, búninginn upp og ýmsar fleiri. En aldrei urðu Bloomarnar yfir 100 í Ameríku, og meðal þeirra voru margar af helztu forvígiskonum kvenréttindanna: Mrs. Stanton, Miss Anthony, Mrs. Bloomer, Mrs. Wright Davis, Lucy Stone og Sarah og Angelina Grunke. Þess vegna var búningurinn kendur við kvenréttindakonurnar og talinn merki kvenréttindamálsins, þótt þær bæru hann að eins tvö ár i hæsta lagi, nema Mrs. Miller og Mrs. Bloomer héldu honum frá 1851 til 1858. Frá þessum búningi stafar sú hugmynd, að kven- réttindakonur séu ókvenlegar, með stutt hár og andhælis-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.