Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 72

Skírnir - 01.01.1909, Side 72
72 Kvenréttindahreyfingin í Ameríku. legar í framgöngu. Enginn getur trúað því, hvaða of- sóknum »Bloomarnar« urðu að sæta, meðan þær voru í þessum búningi. Hvar sem þær sáust, elti þær heill lýð- ur af götustrákum og skríl. Prestarnir réðust á þær á stólnum, og blöðin ætluðu að sökkva þeim. Oftlega urðu þær að forða sér undan árásum, grjótkasti og öðrum mis- þyrmingum inn í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Frændur þeirra og vinir vildu ekki láta sjá sig með þeim. Og flokksbræður þeirra voru ráðþrota, og gerðu alt til að fá þær til að hætta við þetta uppátæki. Eftir eitt ár hætti Mrs. Stanton við búninginn, og segir hún þó, að aldrei hafl sér liðið betur líkamlega,. með því að þá hafi hún verið laus við öll bönd og höft, sem venjulegum kvennabúningi fylgi, en aldrei ver and- lega. Til að sýna lítið eitt, hvernig blöðin töluðu um þess- ar konur, sem stóðu í broddi þessarar hreyfingar, skulu hér sett fáein sýnishorn af rithætti þeirra. New York Herold: Það var skrítin samkunda, sem við sáum í gær, haldin i Broadway Temple. Það var samansafn af konum, sem í glaðasólskini höfðu af- neitað kynferði sínu svo gersamlega, bæði i sinni og skinni,. að þær hættu að klæða sig kvennaklæðum; þær heimta rétt til að taka þátt í opinberum störfum og vanrækja þær skyldur, sem guðs og manna lög hafa boðið þeim að gegna. Það er ekki vert að eyða orðum að því, að svara þessum hlægilegu skoðunum. Vér viljum einungis spyrja: hver á að gegna þessum skyldum, sem vér og forfeður vorir höfum ímyndað oss að konurnar ættu að sinna? Hver á að fæða börnin? Kannske heimurinn eigi að verða mann- laus? Hver á að búa til mat og sjá um heimilin? Það þarf ekki að geta þess, að þessar konur eru flestar gersneyddar öllum yndisþokka; þær eru flestar grúthoraðar gamlar piparmeyjar, eða það eru konur, sem ekki heflr tekist að ná í brækur og réttindi ógæfusamra eiginmanna sinna, piparjómfrúr, sem engan mann hafa

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.