Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 74

Skírnir - 01.01.1909, Side 74
74 Kvenréttindahreyfingin i Ameriku. annað en heyrt og hlýtt? Undir slíkri stjórn geta þ e i r ekki heimtað réttindi, því síður jafnrétti. Ogift kona er ekkert, eiginkonan er alt. Unga stúlkan fallega er meira verð en tíu þúsundir karlmanna. Móðirin gengur næst almáttugum guði. Philadelphíu-konurnar vilja tryggja sér réttindi sín með æsku og fegurð, sem eiginkonur, en ekki sem kvenmenn«. Um 1852 var góðtemplarahreyfing mikil í Banda- ríkjunum. Konurnar höfðu um 20 ár tekið mikinn þátt í þessari hreyfingu, stofnað fjölda félaga og staðið fyrir mörgum, ferðast um til að halda fyrirlestra og vekja áhuga á bindindismáiinu. Karlar og konur voru þá sér i félögum, Temperancesynirnir og Temperancedæturnar. I janúar 1852 héldu Temperancesynirnir aðalfund í Alhany fyrir öll félögin. Susan B. Anthony mætti sem fulltrúi fyrir eitt félag »dætranna«. En þegar hún stóð upp og bað sér hljóðs, þá var þvi neitað og sagt, að konur væru að eins boðnar sem áheyrendur. Hún gekk þá út og 4 konur með henni, öllum hinum til stórhneykslis. Eftir þetta ákvörðuðu konur að stofna stórt aðal- góðtemplarkvenfélag fyrir New York ríkið. Mrs. Stanton átti að vera formaður, Susan B. Anthony ritari og vmsar aðrar helztu kvenréttindakonur styrktarmenn. Þær ferð- uðust nú um, einkum S. Anthony, héldu fyrirlestra, stofn- uðu deildir, og mæltu fast með vínsölubanni. Næsta ár var haldinn ríkisbindindisfundur. Þar fór á sömu leið. Konurnar fengu ekki að tala. Prestarnir réð- ust einkum á þær og hófu umræður um, hvort þeim væri einu sinni leyfilegt að stofna félög. Þegar Susan Anthony var bannað að tala, yfirgáfu allar konur salinn og héldu mót- mælafund, sem var svo vel sóttur, að þar var húsfyllir, þótt fáment væri á aðalfundinum eftir. — Á sömu leið fór ári síðar á alheimsfundi bindindismanna. Þangað var Antoinette Brown send sem fulltrúi undir vernd Garrisons, Thillips og Channings. Hún hafði þá nýlega fengið prest- vígslu. En þegar hún ætlaði að fara að tala, þá kváðu við óp og óhljóð, sem héldust í U/2 kl.st. í hvert sinn

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.