Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 78

Skírnir - 01.01.1909, Page 78
78 Ritdómar. og r/ra heildaráhrif hennar, svo að æfiferill biskups stendur les- endunum ckki eins skyr og óslitinn fyrir hugskotssjónum og ef þeim og öðru af sama tagi hefði verið slept eða að minsta kosti vísað til »Yiðauka«. Höf. skiftir riti sínu í XI kafla. Er sú skifting hans einkar skilmerkiieg og skal hún því tekin hér upp til leiðbeiningar þeim, sem ekki hafa átt kost á að kynnast sjálfu ritinu. I. Ætt Pjeturs biskups og foreldrar. II. Æska og námsár Pjeturs biskups. III. Pjetur Pjetursson prestur á Helgafelli og Staðarstað (1837— 1847). Arsrit presta í Þórnesþingi. IV. Utanferðir Pjeturs Pjeturssonar. Vísindaleg starfsemi. V. Dr. Pjetur Pjetursson forstöðumaður prestaskólans í Reykjavík (1847—1866). VI. Landstíðindin. Þjóðfundurinn. VII. Dr. Pjetur Pjetursson á alþingi (1849—1885). VIII. Dr. Pjetur'Pjetursson biskup yfir íslandi (1866—1889). IX. Guðfræðisbækur og alþýðurit Pjeturs biskups Pjeturssonar. X. Heimilislíf Pjeturs biskups. Æfilok. XI. Viðaukar. Skulum vér því næst fara nokkurum orðum um hvern ein- stakan kafla og gera svo stuttlega grein fyrir skoðun vorri á rit- inu í heild sinni. Fyrst rekur höf. stuttlega ætt Pjeturs biskups. Átti hann, eins og kunnugt er, að telja til helztu höfðingja á Norðurlandi í föður- og móðurkyn og telur höf. nokkra mestu atkvæðamenn í ætt hans. Anuars virðist lítið á því að græða, þótt taiin só upp nöfn og einstök æfiatriði látinna forfeðra, ef ekki er jafnframt sýnt fram á, að hverju leyti manninum, sem æfisagan ræðir um, kippir í kyn til þeirra. Margt er það vel sagt og fróðlegt, er höf. greinir frá Pjetri prófasti á Víðivöllum, föður biskups, og virðist hann hafa verið maður ágætur og vel gefinn til líkama og sálar. Munu þeir Pétur biskup og bræður hans hafa sótt atgervi og háttprýði til gamla mannsins föður þeirra. I kafla þessum koma fyrir, eins og víðar í bókinni, nokkrar endurtekningar, og allsendis óþarft virðist það vera, að taka upp lýsingu Hallgríms djákna á prófasti, þegar höf. hefir sjálfur gefið gagnorða og góða lýsingu á honum, sem styðst einmitt við dóm Hallgríms og annara samtíðarmanna prófasts. Það er leiðinlegt, hversu lítið vór vitum um æsku og námsár Pjeturs biskups og ýmissa annarra ágætismanna vorra, sem fæddir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.