Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 84

Skírnir - 01.01.1909, Side 84
84 Ritdómar. eiga ekki að eins við þenna þátt af æfistarfi Pjeturs biskups, heldur að nokkru leyti við alt æfistarf haus: »Þess var því ekki von á íslandi, að Pjetur biskup . . . færi að brjótast í að berjast móti ofurefli, þar sem ósigurinn var viss fyrirfram, það hefði ekki getað samræmst við hin vanalegu hyggindi hans, reynslan hafði líka á yngri árum kent honum, að í þessu efni var árangurslaust að berjast mót straumnum«. I kafla þessum, sem víða annarstaðar í bókinni, 1/sir það sér, hversu hóf. er afbragðsvel að sér í sögu íslands á 19. öld og skilur hana vel. Stundum gerir hin víðtæka og fjölbreytta þekking hans honum aftur á móti þann grikk, að frásögnin verður sakir ýmissa útúrdúra hans ekki eins ljós og óslitin og skyldi (sbr. 196.—202. bls.). Afskifti Pjeturs biskups af sálmabókarmálinu telur höf. með réttu holl og hyggileg, og hagsýni hans að ávaxta og efla sjóði þá, er hann gekst fyrir að stofna eða hafði eftirlit með, var beinlínis frábær. Fáir lesendur mundu hafa erft það við höf. þó að hann hefði undanfelt að dagsetja og ársetja allan sæmdarauka og heiðurs-' merki, sem Pjetri biskupi voru veitt um æfina (sbr. 225.—226. bls.). I embættismannatali bvður tízkan slíkt, en í æfisögum er það óþarfa tildur. IX. kaflinn um guðfræðisbækur og alþýðurit Pjeturs biskups finst oss heldur magur og á sínum stöðum óþarflega beiskyrtur í garð þeirra manna, sem hafa litið öðrum augum en höf. á þessa starfsemi biskups. A hinn bóginn verður því ekki neitað, að sumar af árásum þeim, er Pjetur biskup varð fyrir út af guðfræðisbókum sínum, voru ómaklegar og gerðar af rasandi ráði. En af því að höf. ritdóms þessa brestur sérþekkingu til þess að kveða upp dóm um þessa þýðingarmiklu starfsemi Pjeturs biskups, leyfir hann sér að skýrskota til hinnar glöggu og stillilega rituðu greinar »um kirkju- leg ritstörf Pjeturs biskups og guðræknisbækur hans«, sem prentuð er í æfisögunni fyrir aftan IX. kafla 258.—269. bls. Höfundurinn, mjög merkur prestur og um eitt skeið handgenginn Pjetri biskupi, hefir ritað greinina fyrir tilmæli prófessors Þorvalds Thoroddsen. I kaflanum »heimilislíf; æfilok«, gerir höf. í stórum dráttum grein fyrír ytra borðinu á einkalífi Pjeturs biskups. Lýsingin á biskupi 285.—287. er góð og réttorö, það sem hún nær, og niður- lagsorð höf. á 291.—292. bls. um starfsemi og framkvæmdir Pjeturs biskups í þjónustu kirkjunnar og þjóðfélagsins munu í flestum greiuum fara sönuu nær.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.