Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 85

Skírnir - 01.01.1909, Side 85
Ritdómar. 85 í »ViSauka« hefir höf. tekiS upp uokkur merkileg bróf til Pjeturs biskups, eins og fyr var á vikið, og ymis skilríki, er lúta að prófum hans innan lauds og utan, skrá yfir prentuð rit hans, ritgerðir í tímaritum, dagblöðum m. m., kvæði sem Pjetri biskupi hafa verið flutt eða ort til hans og loks erfiljóð eftir hann og konu hans, frú Sigriði Bogadóttur. Þegar litið er á æfisögu Pjeturs biskups í heiid sinni, dylst mönnum ekki, að höf. hefir tilgreint flest atriði úr ytra borði lífs hans, þingmensku hans og embættisfærslu og gert ítarlega grein fyrir mörgum þeirra. Auk þess hefir ritið að geyma mikinn fróðleik um vmisleg atriði í stjórnmála og menningarsögu Islend- inga á 19. öld, sem hér yrði oflangt að telja, enda þótt margt af því só stórmerkilegt. En sá hængur er á því, að iðulega kemur það harla lítið við æfi biskups og gerir mönnum því torveldara að ná skyru og glöggu yfirliti yfir hana. En sumir lesendur og ef til vill ekki þeir lökustu, hefðu þráð að fá að vita eitthvað meira um sálarlíf og hugsjónalíf Pjeturs biskups : hverjum andleg- um áhrifum hann hafi orðið fyrir af samtíðarmönnum sínum, hverjar hugsjónir hafi verið ríkastar í brjósti hans á æsku- og fullorðins- árunum, hvernig hann hafi barist fyrir þeim, vaxið með þeim eða yfirgefið þær, hverjar vonir hans hafi rætst og hverjum vonbrigð- um hann hafi orðið fyrir. Frá þessu og þvílíku greiuir ritið helzt til lítið og það er að vorri ætlun aðalannmarki þess. porleifur H Bjarnason. * * * JÓN ÓLAFSSON: STAFROF VIÐSKIFTAFRÆÐINNAR. Jón Olafsson alþingismaður er kennari við verzlunarskólann í Beykjavík; haim hefir nylega gefið út bók, sem heitir: »Verzlunar- löggjöf íslauds«, og ætluð er nemendum skólans, og fyrir skömmu »Stafrof viðskiftafræðinnar«, sem eru fyrirlestrar hans fyrir læri- sveiuum skólans um þau vísindi, sem fyrst voru kölluð »Þjóðmeg- unarfræði« á íslenzku, Arnljótur Ólafsscn kallaði »Auðfræði« og Jón Ólafsson hefir nú kallað »Viðskiftafræði«. í formálanum fyrir bókinni getur höf. um þær tvær bækur, sem áður hafa komið út, og segir að »Auðfræði« síra Arnljóts Ólafssonar só of löng, hún hefir fleiri ókosti en lengdina, hún er of þung, 02 nær ekki nógu langt, því að húu nefnir t. d. varla banka á nafn. Þjóðmegunarfræði Maurice Blocks, sem Indriði Einarsson þyddi, er, eins og höfundur-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.