Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 95

Skírnir - 01.01.1909, Page 95
Erlend tiðindi. 95- árar í bát og gengið að sjóvörimm með þeim C'hristemen, en latið’ landvirki öll falla. Er það nú öllum bert, að Dönum kemur ekki til hugar að; herbúnaður þeirra sé eyrisvirði, ekki svo mikið sem til að verja hlut- leysi þeirra, enda hafa stórblöð Þjóverja og Breta gefið berlega í skyn, að sama só hvoru megin hryggjar liggi vígbúnaður Dana, nema því að eins að þeir víggirði svo amlóðalega, að beint só í hag annari hvorri þjóðinni. Þetta mál er nú að eins leikhnöttur í höndum flokkanua til að ná í völdin og kjósendurna, því að þeim virðist sjálfum Ijóst, að þeir geta ekkert varið með vígvirkjum sínum, en stofnað ríkinui með þeim í voða, ef út af ber. Jafnaðarflokkurinn magnast óðum í Danmörkn. Nú við bæjar- stjórnarkosningar 12. marz gengu jafnaðarmenn eiuir sór að kosn- ingum um alt land, og fengu 20 sæti í Khöfu og eru þeir nú- sterkasti flokkuriun, og hafa meiri hlut með styrk 5 gjörbreytetida,. en hægrimenn að eins 17 á móti. I öllu landinu fengu jafnaðar- menn 54,300 atkv., en allir aðrir flokkar samtals 83,300. E n g 1 a n d. Út úr orðum Vilhjálms Þjóðverjakeisara, þeim sem getið var síðast, ætla Bretar að auka flota sinn stórum, svo- hann verði nokkru meiri en hverra tveggja stórvelda annara sam- anlagðir, og láta nú smíða 4 eða 5 risabryndreka. En komið hefir það mjög frarn í umræðunum, að menn búast eins við, að herskip og víggirðingar verði ekki til frambúöar úr þessu, þar sem loft- föriu eru þegar kornin á þann veg, að þau geta farið að ausa eldi og glötun jafnt yfir herskip sem hervirki og það á svipstundu. Indverjar hafa lengi unað illa yfirráðum Breta og hefir þar brotist um undir niðri illa falinn eldur. Nú hefir Morley lávarður borið fram á Bretaþingi lagafrumv. um ofurlitla hluttöku lands- manna sjálfra í stjórn landsins, og segja brezk blöð, að landsmenn lati vel yfir umbótunum, en ekki er það trúlegt eftir fyrri kröfum þeirra. Annars heftir lávarðadeildin nú öll verulega frjálslynd lög fyrir þessari stjórn og þorir hún, enn sem komið er, ekki til við lávarðana, og menn eru jafnvel trúardaufir á, að hún þori það nokkurn tíma. Nú í janúar gengu í gildi ellistyrkslög Breta. Fær þar hver sjötugur rnaður 4 kr. 50 au. um vikuna ef hann hefir minni árs- tekjur en 567 kr., hefir ekki þegið sveitarstyrk nó orðið sekur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.