Skírnir - 01.08.1912, Page 67
Um talihætti i íilensku.
257
»Að kippa fótum undan* = að láta e-ð falla, hrynja,
ferða ónýtt; komið af því að bregða e-u fyrir fætur manns
{reyndar er »fótur« haft um mart annað en mannsfót,
en í talshættinum er vafalaust átt við mannsfótinn). —
»Að gefa e m e-ð undir fótinn« = að gefa e m snefil af
vitneskju um e-ð einkum til áeggjanar (til að gera hitt
eða þetta); sbr. að gefa e-m »átyllu til e-s; hvorttveggja
þetta er náskylt. Talsh. merkir að setja e-ð undir fætur
manns, svo að hann standi því betur og öruggar (á talsh.
eiginlega við menn sem töluðu á þíngum, í þíngbrekkum ?).
b) Talshættir leiddir af húsum og því sem þar til
heyrir. — »Skjóta skjólshúsi yfir e-n« = hjálpa manni;
talsh. stafar ef til vill frá þeim tímum, er skóggángsmenn
gengu um og leituðu sjer líknar og skjóls hjá bændum.
— »Það er ekki í annað hús að venda« = til annars (manns,
ráðs) er ekki að leita, það 'er ekki annað að gera (en
það eða það); má vera að uppruninn sje sami eða líkur.
— Hver sem inn um bæjardyr gengur má oft finna, að
hann rekur fót í þröskuld, sem oft er (var) furðuhár og
hærri en þörf virðist; kann þá vera að maður finni til í
tám; því var ekki furða, þótt sá talsháttur myndaðist, að
»þröskuldur sje á vegi manns« = að hindrun eða fyrir-
staða sje (alment) fyrir e-u, sem maður vill fram hafa.
—- Sumar hurðir voru þannig lagaðar (t. d. skellihurðir)
að þær lokuðust af sjálfum sjer og með krafti; þá kann
vera, að »hurð skelli nærri hælum manna* — nú er sá
talsháttur hafður um hættu sem lá við eða hefði getað
stofnað e-u í voða. — Svo er inn komið og maður t. d.
afhendir brjef eða e-ð annað; bóndi eða viðtakandi telur
erindið ekki merkilegt og »leggur það á hilluna«, og þar
fær það að dúsa; því merkir talsh. alment, að leggja e-ð
til hliðar og gæta þess ekki framar (er þessi talsh. ekki
úngur og útlendur ?). — í hverjum bæ eða húsi voru stoðir
(sem nú eru ekki lengur hafðar í húsum); þar af kemur
talsh., að »stoðir sjeu undir e-u«, eða »setja stoðir undir
e-ð«, = að e-ð sje á traustum grundvellú eða sett á traust-
an grundvöll. — »Að setja undir (eða: sjá við) iekann
17