Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 75

Skírnir - 01.08.1912, Page 75
Um talshætti i islensku. 265- urkvæmilegt. — Að (fara að) »hrökkva upp af« (o: af klakkn- um) er alment haft um að deyja, einkum haft um eldra fólk, sem fyrirsjáanlegt er að muni þá og þegar geta dáið. — Jeg tel víst, að talsh. »hver er sínum hnútum kunnug- astur« sje tekinn af þeim hnútum, er baggareip og bönd eru hnýtt með. — Hjer til heyrir og »að fara á hundavaði* yfir e-ð, = að gera eitthvað heldur lauslega eða óvand- virknislega, og er dregið af því hvernig hundar fleyta sjer eða vaða yfir ár. — Loks er: »að tjalda (ekki nema, lengur en) til einnar nætur« = búa sig ekki (eða: búa sig) undir lánga framtíð. Nú koma sjóferðirnar og eru þar víst fult svo margir talshættirnir. Þarf þá fyrst »að fá góðan byr« eða »að það blási byrlega«; þetta er haft um málefni, sem vel er tekið undir og líklegt er að fái góðan framgáng; og sá sem hefur fengið góðan árángur af athöfnum sínum, þótt ekkert eigi skylt við sjó eða róður — »hann hefur komið ár 8inni vel fyrir borð«. Góður og þrálátur ræðari »situr (auðvitað) við sinn keip«; en það gjörir líka sá, sem held- ur við sína skoðun (á hverju sem er) og vill ekki láta sigr og er þá sem mönnum stundum þyki nóg um þráann. »Að slaka til á klónni« = láta undan, (gefa eftir), af »kló« á segli, sem er lykkja í seglhorninu eða segljaðrinum. — Skip og bátar stóðu (og standa) á landi uppi; þau voru (eru) sett upp, er lent var, og dregin aftur þegar róa eða sigla skyldi, en til þess að alt gengi hægar, voru (eru)' settir hlunnar undir þau með jöfnu millibili. Þar af er dreginn talsh. »það er komið á fremsta (fremstu, síðustu) hlunn (hlunna)« með e-ð = það er svo komið, að e-ð verð- ur að gerast þegar, og má ekki bíða lengur (»sjóferðin« er að byrja), annars gæti verið áhætta með að bíða. — »Að láta (málið) dragast úr hömlu* = að láta e-ð frestast eða falla niður; þessi talsh. er dreginn af árinni sem leik- ur í hömlunni (árarbandinu), ef hún dregst úr hömlunni (og rennur í sjó út), þá verður róðrarfall og töf. Vera má þó, að »hamla« standi hjer í hinni fornu (norsku) merk-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.