Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 8
8
hátt leituðu lúskupar allra kragða, til að auka vald og
tekjur kennidómsins á Islandi, og tókst þeim þetta því
betur, sem hjátrú og hindurvitni fór dagvaxandi, og prestar
töldu alþýðu trú um það, að dyggð og guðrækni væri ein-
kanlega fólgin í örlæti og fjegjöfum til kirkna og klerka og
annara heilagra hluta. Snemma komu upp ýmsar aukatolla
tegundir, t. a. m. ostatollur, skæðatollur, lamba-
tollur, fiskatollur, sem voru þannig undir komnir, að
þegar einhver Ijet reisa kirkju eða bænahús á bæ sínum,
og gaf fje kirkjunni til uppheldis, eða kennimönnum til
kostar og kaupgjalds, þá hjetu sóknarmenn því einnig
fyrir sína hönd og eptirkomenda sinna, að af bæjum í
sókninni skyldi árlega gjalda kirkju eða presti ost, skó-
leður, eða Iamb, eða þess andvirði, og var þetta allt
kallað ískyld, en eldi prests og tíðakaup var kölluð
prestsky ld; en þar sem tekjurkirknanna með fyrsta hrukku
ekki til þessa, þá var ákveðið, hvað mörg kvígiidi eða
hvað mikið úr heimajörðinni skyldi standa fyrir þvi', sem
brysti á prestskyldina, og var það kallað prestskyld í
heimalandi. I kirkjusöguFinns biskups (3. b., bls. 336)
er sagt, að prestskyld í heimalandi hafi verið 10 málnytu
kvígildi og 10 geldljár kvígildi, og er þar vitnað til samn-
ings þess, sem Olafur Hjaltason Hóla-biskup gjörði 1553
við Vigfús Jiorsteinsson, eiganda Askirkju í íþingoyjar-
sýslu. Verið getur, að prestskyld í heimalandi hafi þannig
verið ákveðin á sumum stöðum, en kirknamáldagar sýnast
benda til þess, að hún hafi ekki verið alstaðar jafnmikil,
t. a. m. í máidaga kirkjunnar í Ási 1399 stendur: “er þar
prestskyld, ok tekr heima í leigu IV merkr, en utangarðs
XII aura”; í máldaga lngjaldshóls-kirkju er kveöið svo að
orði: “Gunnarr“bóndi Hauksson, er kirkjuna let göra ok
þá átti Ingjaldshvál, lagði þessa skyld í heimaland —
bóndi sá, er býr á Ingjaldshváli, skal greiða presti hálft
annat hundrað frítt á hverju ári, en X aura til Fróðár-
kirkju; hanri skal ok fœða prest þá daga, er hann