Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 132
132
fullti'úarin; og þó ekki [rurli ráð fyrir þvi aö gjöra, að
stjórn Dana muni nokkurntíma reyna til að skapa kosning-
arnar eptir sinni hyggju, væri henni med því móti greidd
gata til þess. Fyrir þessa skuld sýnast oss ekki vera
meiri líkindi til, að þjóðin fái hetri fulltrúa, þó kosningar
sjeu tvöfaldar, enn ef þær eru einfaldar. En þar á ofan
eru þeir okostir á tvöföldum kosningum, sem að vorri
hyggju gjöra þær óhæfar. X>egar menn fara að gjöra sjer
það skýrt og skiljanlegt, með hverjum hætti alþingi muni
geta horið þá hina blessunarríku ávexti, sem þeir æskja
sjer, þá finna menn, að afar mikið er undir því komið, að
alþingismennirriir sjeu sem hezt fallnir til starfa síns, en
að í það er þó engu minna varið, að þjóðarandinn lifni
við, og að sem flestir láti sjer málefni landsins og meðferð
þeirra á alþingi sem mestu varða. En ef menn gjöra
kosningarnar tvöfaldar, kaupa menn sjer, fyrir harðla stopul
likindi til að fulltrúarnir verði betur kjörnir, öll líkindi til
að alþiugi verði þjóðinni miklu síður hugfólgið; þvi það
lýsir lítilli þekkingu á mannlegu eðli, og er þar á ofan í
sjálfu sjer haröla óviðurkvæmilegt, að ætlast til, að menn
láti sig það þing nærri eins miklu varða, þar sem þeir
eiga svo lítinu þátt. í fulltrúakosningunni, og það þing
sem þeir kjósa heinlinis til. 3>ai' á ofan er við því að
húast, að þegar kosningar eru tvöfaldar, muni opt og tíðum
risa af því óvild millum kjörmanna og kjósenda þeirra,
þegar kjörmennirnir kjósa annan fulltrúa, enn þorri kjós-
endanna mundi hafa viljað. En af því öllu mundi leiða
afskipfaleysi af þingstörfunum og ef til vill víða hvar
óheit á þinginu sjálfu. Annað það, sem mæla ætti fram
roeð tvöföldum kosningum á Islandi er: að kosningarriar
skyldu þá verða auðveldari. En á það getum vjer með
engu móti fallizt. Jví ef kosningar eru einfaldar, og ekki
annar kjörstofn á kveðinn , en hjer hefur verið til ætlazt,
mættu kosningarnar vel fara fram á manntalsþingum eða
Ijreppaskilaþingum, og er hægt svo um að búa, að kjörin