Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 6
6
vissrar kirkju, því kjör þeirra voru komin undir máldaga
þeim, sem gjörður var við kirkjueiganda, og má fortaks-
laust segja, að þeir hafi átt við langtum hágri kost að
búa, því þeir höfðu fyrirgjört frelsi sínu, og þeim var
ekki leyft að leysast frá kirkju, nema með því, að læra
annan í sinn stað. Prestar þurftu ekki að tíunda bækur
sínar eða föt, nje svara þingfararkaupi. Seinna komu
upp lausaprestar, sem að sönnu höfðu tekið vígslu, en
fóru sveit úr sveit, og höKu hvergi lögheimili. Leikmenn
höfðu upphaflega öll kirknaforráð á Islandi, því þeir
byggðu kirkjurnar, og áttu bæði land og staði; þeir tóku
preststíund og kirkjutíund, og fengu presti í hendur þann
fjórðung tíundar, sem honum bar; en það er fráleitt eðli
katólskrar kirkju, að leikmenn hafi vald yfir nokkrum
kristnum dómi, og þessvegna er þeim það harðlega bann-
að í kirkjulögum þeirn, sem katólskir nrenn kalla guðs-
lög, eða heilagta feðra setrringa eða lögbók heilagrar
kirkju (jus canonicum); og ekki Ieiö larrgt um, áður enn
klerkavaldið hófst á Islarrdi, og eptir því uxu líka tekjur
prestanna. Ofríki og yfirgangur biskupanna byrjaði þar
með ^orláki ^órhallasyni 1 (1170), og nragnaðist undir
Arna Jiorlákssyni frá 1269, og einkum eptir það hann gaf
út kristinrjett sinn (1274); hann átti í sífeldum deilum
við leikmenn og Noregs-konunga út af staða unrráðum og
kirkna, og fylgdi því kappsanrlega fram, sem hann hat'ði
boðið í kristinrjetti, að biskup skyldi ráða kirkjum og
svo öllum eignum þeirra og öllum kristnum dónri, svo og
tiundum og tilgjöfum þeinr, sem menn gefa guði og hans
helgum mönnunr löglega sjer til sáluhjálpar, því að leik-
menrr mættu ekki eiga vald yfir slíkunr hlutum utan lrisk-
upa skipan. 3>að yrði of langt mál, að skýra frá öllum
') þessi biskup var síöan tekinn i heilagra inanna tölu; hann
var jborhallason, en hinn, sern tók sanian kristinrjett efdra
var ltiinólfsson.