Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 118
118
ættjaröar sinnar, ef Jíeir hjeldu að eitthvert stjórnarráðanna
heföi annað álit á þeini, mega af fm sem hjer er sagt
ganga úr skugga um, að stjórnin ætlaðist ekki til, að
alþingisskipun á Islandi skyldi laga eptir hinum dönsku
fulltrúafiingum, heldur er það allt öðruvísi undir komið,
og þeir fiurfa fm ekki fyrir f)á skuld að hlífast við að
beiðast breytinga; f)ví f)ó frumvarp nefndarinnar sje nú
að mestu í lög leitt, f)á er þar allt öðru máli að gegna,
Stjórnin vildi gefa Islendingum aljiingi, en hatði ekki
önnur þingsköp að bjóða þeim, enn þau, sem nefndin
hafði samið, og kanselíið (sem mestu ræður í þessu efni)
þorði hvorki að breyta þeim til hlítar eptir uppastungum
fulltrúanna í Hróarskeldu, af því atkvæðamunurinn var þar
svo lítill, og kanselíið hjelt þeir mundu lítið þekkja til
hvernig ástatt væri á Islandi, nje heldur eptir bón þeirra
Islendinga, sem hjer voru í Kaupmannahöfn, af því þeir
voru svo fáir, og höfðu hvorki umboð annara, nje heldur
embætti (nema fáeinir) við að styðjast. En ef fulltrúar
íslendinga beiðast breytinga, og leiða rök til, svo kanselí.
ið sjer, að það er einlægur vilji þjóðarirmar sem skyn-
seminni er samkvæmt í þessu efni, má engi geta svo ills
til kanselíisins, að það muni ekki mæla fram með breyt-
ingunum.
En úr því það er sýnt, að nefndarmennirnir hafa
ekki sniðið stakk þann , er þeir ótfu að sníða oss
Islendingum, eptir vexti sjálfra vor, heldur eptir öðrum
stakkiT, þá er nú lítið eitt á aö líta, hvernig sá stakkur,
er þeir hafa sniðið, fari oss Islendingum, og hvernig hann
mætti betur Iaga eptir vaxtarlagi voru, svo að alþingi yrði
nokkru þjóðlegra þing, enn það er nú sem stendur.
5að er svo mart í hinni nýju alþingisskipun sem
tekið er eptir þingsköpum Dana, og ekki á við á Islandi,
O hvort sá stakkur er sniðinn eptir vexti Dana snertir ekki
þetta mál.