Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 10
10
tveggja manna skyld, eptir f»ví sem áðr hefir verit í
Hvammi, prests ok djákna”.
3?ess er áður getið, að kjör presta konmst í allt
annað liorf eptir sættargjörðina á Ogvaldsnesi 1297 milli
Eiríks koriungs og Árna biskups, {rví þá fengu þeir ráð
yfir mörgum stöðum, kirkjum og kirkna eignum, sem þeir
höfðu ekki áður haft, og tóku þar að auki allar prest-
tekjur og tíundir úr sóknum sinum; þeir sem höfðu út-
kirkjur fengu einnig hundraðskaup á hverri þeirra og af
hverju bæuahúsi víðast hvar 6 aura, og sumstaðar meira.1
Jeg hef einnig áður minnzt á líksöngseyri, og að hann hafi
verið sex álnir eptir eldra kristinrjetti; þar er þriggja
marka sekt við Iögð væri honum haldið. Að sönnu bann-
aði kristinrjettur yngri (11. kap.) að kaupa leg að kirkju
og líksöng, og er það samkvæmt lögbók heilagrar kirkju,
en Arni biskup bjó samt svo um hnútana, að prestar
höfðu ekki halla við það, því hann segir, að fyrir því
það sje hvervetna háttur góðra kristinna manna, að gefa
nokkuð til kirkna eða kennimönnum til bænahalds fyrir
þeim, sem fram eru farnir af heiminum, þá eigi biskup að
þrýsta þeim til, sem ellegar vilji umrækja, að gjöra slíkar
minningar, sem að fornu hafi verið á Islandi. Jmð lítur
svo út, eins og seinni biskupar hafi í þessu efni fylgt hvor-
umtveggja kristinrjetti, og látið presta bæði taka líksöngs-
eyri eptir hinum eldra, og gjafir eða minningar eptir
hinum yngra. Pjetur biskup Nikulásson á Hólum (um
aldamótin 1400), sem þó fylgdi kristinrjetti Arna biskups
eins og aliir hinir katólsku biskuparnir, leggur þriggja
marka sekt við, eins og kristinrjettur eldri, ef líksöngseyri
sje ekki lokið í tíundareindaga. Jessi Pjetur biskup er
hinn fyrsti, sem hefur ákveðið, að prestum skyldi gjalda
18 álnir í oleunarkaup, Juð er ekki efunarmál, að prestar
Nœstum því liverri kirkju fylgdu fleiri enn eitt bænahús, og
surnum 7.