Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 35
35
Ijósari, sem lmn magnaöist meira, og loks gat hann eigi
lengur dulizt skynsömum mönnum, svo skrímsli {)etta fór
að birtast í sínum rjetta búningi. 3>ó hinir vitrari og
skynsamari kæmu nú þegar auga á sannleikann, var allur
fiorri alþýðu enn þá í sömu villu og áður, svo ekki var
að sjá, að hinir skynsamari ættu nokkra uppreistar von.
En það lýsti sjer hjer, hve miklu einlægur vilji og sam-
heldi og kappsöm ástundun geta komið til leiðar. Bretar
í Vesturheimi, er nokkrum árum áður höfðu gjörzt for-
göngumenn annara þjóða í að útvega sjer stjórnarfrelsi,
urðu og fyrstir til að reka af sjer ánauð vondrar venju,
því þeir sáu, að frelsi andans var svo náskylt stjórnar-
frelsinu, að ef öðru væri traðkað, mundi hinu hætta búin,
og þeim þótti frelsi það, er þeir höfðu keypt svo dýrt
fáum árum áður, dýrmætara enn svo, að þeir viklu Iáta
þvílíka ódæðu drottna í landi sínu, og ónýta ávexti þess.
3>eir voru vanir að eiga við ofureíli og sigra þó, svo þeini
óx eigi allt í augum , og reynslan hafði sannfært þá um,
að “sigursæll er góður vilji”. Af þessu má sjá, hvernig
á því hefur staðið, að nokkrir menn / Bandaríkjunum í
Vesturheimi hötðu þrek og áræði til, að lýsa skýlaust og
einarðlega banni yfir það, er eigi að eins flestir af löndum
þeirra, heldur allur þorri manna um víða veröld, kallaði
ómissandi hressingu, og nefnq það banvænt eitur, er aðrir
kölluðu óbrigðula Iækning, og ofdrykkju verri enn mann-
skæöustu drepsótt fyrir lönd og Iýði. má nærri geta,
að þessi nýja kenning hefur í fyrstu orðiö fyrir ákaflegum
mótmælum, þar sem hún var með öllu gagnstæð áliti því,
er almennt drottnaði; en við því höfðu höfundar hennar
I/ka búizt, og voru við búnir að svara þv/. Jiei'" sönnuðu
með skýrum og órækum ástæðum, að af 12 þúsund þús-
undum manna, er þá voru í Bandarikjunum, dæju árlega
30,000 fyrir ofdrykkju sakir, aö | allra stórbrotamanna
þar í ríkjunum væru drykkjumenn, að | fátæklinga og öl-
musumanna hefðu steypt sjer í volæði þetta við ofdrykkju,
3*