Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 57
57
mæðra og systra enn feðra og bræðra, til að efla áform
vort ?
Sú er önnur ástæða vor til þess að ekki beri að varna
konum fjelagskapar: að á síðasta mannsaldri hrepptu
hjer um bil hundrað þúsundir beztu og dyggöugustu kvenna
þá ógæfu, að bændur þeirra voru drykkjurútar, svo þær
urðu að ala börn sín upp við ofdrykkjudænii það, er
bændur þeirra gáfu af sjer. J>að er að vísu hægt að sjá
við, að slíkt beri eigi optar að, en þó með því einu móti,
að allir feður og bræður, mæður og systur á vorum döguni
haldi sig frá áfengunr drykkjum og gangi í bindindisfjelög,
og leggist ÖII á eitt til að koma því á, að dætur ókominna
kynkvísla fari því sama fram, og komist þannig æfinlega
hjá óláni þessu.
Vjer tökum því aptur upp bæn vora, og biðjum yður
og öll börn yðar og hjú af alhuga, aö þjer ritið nöfn yðar
á skuldbindingarskrá þá, er brjefinu fylgir, og koinið þeim
síðan á nafnaskrár bindindisfjelaganna.
5að er áform vort að koma umburðarbrjeíi þessu eða
öðru áþekku skjali á hvert býli í Bandaríkjunum, með
aðstoð bindindisfjelaga þeirra, er nú eru stofnuð í ýmsum
ríkjum, greifadæmum, borgum og sveitum, og með styrk
annara bindindisvina. I nokkrum hjeruðum hafa bindindis-
vinir þegar hyrjað á þessu, og hefur alstaðar verið gjörður
að því hinn bezti rómur. Jegar sú stund kemur, að vjer
getum sýnt öðrum út í frá þá hina fögru og glæsilegu sýn,
að 13,000,000 manna hafi verið svo þrekmiklir og haft
svo mikið vald á sjálfum sjer, að þeir hafi rekið af sjer
ánauð vondrar venju, og ásett sjer að láta ekki framar
yfirstígast af neinni ástríðu, til að vera frjálsir, bæði and-
lega og líkamlega; þá munum vjer geta með sanni sagt:
“Guð hefur blessað oss.”
Slík sigurvinning á sjálfum oss mun fremur öllu öðru
gjöra oss æfinlega frjálsa í anda og sannleika, og efla
menntun, dyggðir og sælu um víða veröld.