Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 131
131
og kjörmennirnir aptur fulltrúana (brotnari dettur sjálfsagt
engum í hug að hafa þær). Melsteð kammerráft hefur
komið upp með það, að bezt mundi vera á Islandi að
hafa kosningar tvöfaldar, í frumvarpi því til kanselíisinsi,
sem áður er á minnzt. HöfuÖatriði frumvarps Jiessa eru:
að kosningarrjettur skuli vera bundinn við 5 hundraða eign,
kjörgengi óbundin við fjáreign, en kosningar tvöfaldar, og
sannar frumvarpið engan veginn, að tvöfaldar kosningar
sjeu á Islandi hentugri enn einfaldar, þó (iað sanni {iað,
er {iað átti að sanna, að slík kosningarlög ættu miklu
betur við á Islandi, enn kosningarlög nefndarinnar. Jað
sem mæla ætti frani með tvöföldum kosningum á Islandi
er tvennt. Annað er, að menn segja kjörmennirnir mundu
verða betur hæfir til að sjá landinu haganleg fulltrúaefni,
enn hinir fyrstu kjósendur. Melsteð segir, að í hverjum
hrepp sjeu optast nær tveir menn eba {irír, prestur og
hreppstjóri, ef ekki aðrir, sem skari fram úr öðrum að
kunnáttu; {lessir menn muni verða valdir til kjörmanna,
og ()eir muni verba færari um að velja kjörþinginu fulltrúa,
enn hinir fyrstu kjósendur, sem sjaldan þekki ílestir hverjir
utanhreppsmenn til hlítar. jietta lítur dáindis álitlega út;
en vjer erum þó sannfærðir um, ab á því sjeu svo miklir
anmarkar aðrir, að ekki megi hlíta þvi. Fyrst er við því
að búast, að ef 2 eða 3 kjörmenn eru kosnir fyrir hvern
hrepp, muni presturinn ætíð verða einn af kjörmönnunum.
INú þó vjer viljum fegnir hafa prestana í öllum alþingis
kosningum, og oss þyki fyrir því mikið órjettvíst, að láta
þá verða eins út undan og Reykjavikur-nefndin hefur gjört,
óttumst vjer þó, að ef allir prestar eru á kjörþinginu í
hverri sýslu, eða mestur þorri þeirra, og ekki fleiri kjós-
endur abrir, enn svo sem tvöfalt fleiri, muni þeir ráða
nieiru um kosningu alþingismanna enn þeim ber ab rjcttu
lagi. Annar er sá hlutur, sem meira er í varið : að þá
mundi verða miklu hægra fyrir metnaðargjarna menn , að
ráða við kosningarnar, ef svo fáir menn ættu aö kjósa
9»