Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 9
9
syngr þar messu, ok mann með hánum á vetr eða hest,
ef prestr hefir eigi langsetur; hann skal haltla upp
allri kirkjuskyld”; máldagi kirkjunnar í Bræðratungu segir
svo: “Andréskirkja í Tungu á svá mikit í heimalandi, sem
prestskyld heyrir, II kýr ok XII ær — þar skal vera
prestr”; Staðarfells-kirkju máldagi getur ekki um prest-
skyld, en segir þar skuli vera heimilisprestur, og ákveður
ekki kaupgjald hans; þar á móti segir í máldaga kirkjunn-
ar í Sælingsdalstungu; “kirkjan á ekki í heimalandi, þar
á at vera heimilisprestr — prestr í Tungu skal taka IV
merkr heima”, og í Tungufells-kirkju máldaga: “jþar skal
vera heimilisprestr, skal hóndi lúka hánum IV merkr
hvert ár í tíðarentu”. Af jressu sjest, að prestskyld
hefur ekki alstaðar verið jafnmikil, þar eð heimilisprestur og
prestur á kirkjufjám eru taldir, þar sem engin prestskyld
er til tekin, og skyld í landi eða prestskyld í heimalandi,
þar sem ekki var heimilisprestur; það má líka sjá nf
kirknamáldögum, að staðarpresturinn átti sumstaðar að
ala einn eða tvo presta aðra, en hvergi er þess getið,
hverjar tekjur þessir prestar hafi haft, nema í Odda-
kirkju máldaga er sagt, að annar presturinn eigi að fá
4 merkur, en hinn 10 aura fyrir sálumessur. Af þessu
viröist það líka auðsætt, að prestskyld muni víða hafa
verið niisjöfn, og hygg jeg, að þannig hafi verið kallað
allt það fje, sem presti var goldið í tíðakaup, bæði eptir
hiskups úrskurði og samkomulagi við kirkjueiganda, og
að prestskyldin hafi verið lögð í heimalandi, þar sem
kirkjan upphaflega átti ekki svo mörg kvígildi, að numið
gætu prestseldi og tíðakaupi. Jað er ekki ólíklegt, að
kirkjueigandi og prestur hafi samið um tíðarentu, þar
sem heunar er ekki getið í máldögunum, og má af sumuin
máldögum ráða, að biskupar hafa ekki með eiudæmi sínu
getað ákveðið hana, t. a. m. í máldaga kirkjunnar í
Hvammi stendur: “Jón játti biskupi (Jóni Haldórssyni)