Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 11
11
hafa einnig fengið talsverða þóknun fyrir önnur aukaverk,
t. a. in. barnaskírn, hjónavígslur, og innleiðslu kvenna í
kirkju; því þó bæði Árui biskup í kristinrjetti sínum (II.
kap.) og Eyleifur erkibiskup banni að heimta liorgun fyrir
þessháttar verk, má þó af tilskipunum þeirra ráða, aö
þeir hafa ætlazt til, að þau værti launuð. Eyleifur erki-
biskup fer þar um svo felldum orðum1: “fyrirboðit er ok
öllum lærðuni mönnum undir banns pínu at göra nökkut
kaup, eða skilyrði, eða taka við eða krefja nökkurn mann
fyrir púsan, olean, eða nökkut annat sitt prestligt embætti,
þat sem hverr er skyldr at göra kauplaust; en krefja
má síðan gört er forna skuld”. Áður enn jeg skilst við
tekjur katólsku prestanna, vil jeg geta þess, að þó fje-
sektir sjeu nokkuð felldar niður í kristinrjetti yngra, þá
gætir þess eigi vcgna þess, að fjárútlát eru þar komin
aptur í stað fjörbaugsgarðs og skóggangs, sem kristinrjettur
eldri hafði lagt við stórbrot; fjesektir fóru líka allt af vax-
andi, eptir því sem biskupar drógu fleiri mál til kristins
rjettar, og þó ekki væri lagður tollur á skriptir, má samt
nærri geta, að þeir, sem voru í stórskriptum, muni hafa
þægt prestinum eiuhverju, til að ávinna sjer hlífð og
hliðdrægni.
II.
En þessi gullöld prestanna leið undir Iok með síðari
siðaskiptunum; þegar undirstaðan hrundi, sem flestar
prestatekjurnar voru byggðar á, þegar hjátrú og hleypi-
dómar tóku til að eyðast, þá hvarf líka klerkavaldið og
með því mestar tekjur þeirra og tollar. X>að vildi svo
óheppilega til, að við siðaskiptin voru hvorki skólar á
Islandi, enda þekktu landar vorir lítið til bókmennta og
vísinda um þær mundir; klerkar voru því með öllu ólæröir
og svo fákunnandi, að alþýða gat ekki virt þá mikils.
*) Hist. eccl. Isl. I. b. bls. 493.