Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 37
37
Jieii- höfðu gjört að grundvelli tilrauna sinna, var Jiað, er
varnaði þeim sigursins, og ab þeir tóku að eins angana af ill-
gresinu en skildu eptir ræturnar. Nú Ijetu þeir ekki hehlur
lengi bíða, að Ieiðrjetta yfirsjón sína, og höfðu fund með sjer
í Boston í janúar 1826, og gjörðu það að grundvallarreglu
sinni: að þeirskyldu ekki bergjaá n einum áfen gum
drykk, nema í sjúkdómum að læknis ráði. Fjelag
það, er þá var stofnað, nefndist “bindindisfjelag Vestur-
heimsmanna”, og er það nú orðið víðfrægt um allan heim
fyrir framtakssemi og góðvilja til alls mannkyns. jþegar
á fyrsta ári gengu bæði margir í fjelag þetta, og líka voru
stofnuð að dæmi þess og áeggjun önnur bindindisljelög
víða um landið, og við árslokin 1828 voru 222 þesskonar
fjelög stofnuð / Bandaríkjunum cinum, og svo ótt fjölguðu
Jiau, að ári seinna voru þau oröin þúsund að tölu; þá
voru og Jiegar 400 kaupmenn hættir að selja áfenga drykki;
í 50 görðum, þar sem brennivíns-tegundir höfðu áður verið
búnar til, var því starfi öldungis hætt, og 1200 drykkju-
menn höfðu með öllu hætt að drekka. Nú var og þegar
svo langt komið í nokkrum hjeruðum í Bandaríkjunum, að
þar var hvorki byrlaður eða seldur eða keyptur nokkur
áfengur drykkur, og þau hjeruð blómguðust nú svo mjög
ár frá ári, ab ávextir bindindisfjelaganna gátu eigi lengur
dulizt öðrum út í frá. Ár 1829 tóku Bretar í Nordur-
álfu og Irar að stofna liindindisljelög, og Svíar ári seinna.
Nokkru síðar var og byrjað á hinu sama í Garðaríki og
á 3?ýzkalandi. Meðan dæmi Vesturheimsmanna efldi bind-
indi á öðrum löndum, voru þeir ekki aðgjörðalausir heima,
enda sáust þess og Ijósar menjar, þvi tala bindindismanna
fór dagvaxandi í Bandaríkjunum, brennivínsgjörð minnkaði
óðum, vínsölumenn og drykkjumenn fækkuðu dag frá degi,
og almenn velmegun og siðgæði þróaðist. Ár 1831 stungu
hinir merkustu hermannaforingjar upp á, að stofna bindind-
isfjelög meðal hermanna, og var að því gjörður svo góður
rómur, að innan fárra ára voru allir hermeiin í Banda-