Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 21
21
teljandi. I>að hefur stundum átt aö reyna til að bæta
brauðin með því að steypa brauðum saman og gjöra eitt
úr tveimur, j)ar sem svo á stæði, en óvíða mundi þessu
verba komið vib á Islandi, vegna eríiðleika þeirra , sem
prestur og sóknarfólk á flestum stöðum eiga við að stríða,
sökum vegalengdar, vatnsfalla og ýmislegra torfærna, sem
of víða Ieiðir af sjer hirðuleysi í fræðingu barna og tíða-
sóknum, og deyfir og deyðir allt andlegt fjör og sambeldi,
bæði hjá prestinum og sóknarbörnum hans. En einhver
kynni að segja — og það hefur líka áður vcrið sagt —
þá geta prestarnir tekið sjer aðstoðarpresta, og látið þá
fá nokkuð af tekjunum; en allir sjá, að meb því er ekkert
áunnið nema illt eitt; brauðin fækka þá hvorki nje batna
nema að nafninu til, og öll líkindi eru þá til, að embættið
verði miður stundað enn áður; auk þessa eru rjettindi
aðstoðarpresta svo lítil, og hagur þeirra svo stopull, að
það má virðast áhorfsmál að fjölga þeim fram yfir það
sem nú er; við því mætti líka búast, að þegar búið væri
aö stevpa fleiri brauðum saman, þá mundu sóknarprest-
arnir, sem að líkinðum yrðu aldraðir menn, hvíla sig eptir
hita og þunga dagsins, en láta flest embaíttisverk og ferða-
lög lenda á aðstoðarprestum sínum; en allir heilvita
menn sjá, að einum manni yrði þetta ofvaxið, þó hann
væri einhleypur og búlaus, en því meiri ofætlun væri það
fyrir hann, ef hann væri kvæntur og þyrfti Iíka að vera
fyrir búi sínu. Ekki mundi brauðunum heldur verða bót
í því, að selja allar kirkjujarðir og setja andviröi þeirra
á leigu, og ber þab einkum til þess, að verði ekki leiga
andvirðisins meiri enn nemur landskuldar upphæð, þá er
ekkert áunnið með því, en prestinum bökuð þau umsvif,
að kaupa það, sem hann við þarf af landaurum, fyrir
peninga, í stað þess hann tók áður við landaurum á hlaðinu
hjá sjer; en þó nú svo mikið fengist fyrir jarðirnar, að
leiga þeirra peninga yrði meiri enn landskuldinni nemur,
þá yrði það þó ab líkindum skaði fyrir prestinn með tíma-