Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 68
08
minnsta kosti töln fjolagsmanna sinna og tölu allra sókn-
annanna. Að sönnu færi bezt á, að skýrsla þessi væri
prerituð í landinu sjálfu, en meðan ekkert bindindisfjelag
er stofnað í grennd við einu prentstofuna, sem til er í
landinu, og óvíst er, hvort nokkur mundi þar vilja annast
um prentunina, þá mun vera baganlegast fyrst um sinn,
að hver fjelags-forstjóri sendi skýrslu sína til Kaupmanna-
hafnar einhverjum í voru fjelagi, og riti utan á lirjefið,
auk kveðjunnar, þessi orð : “um b'fndindisf j elög".
Ekki kemur oss þaö óvart, þó mörg tálniun kunni fyrst
um sinn að koma fyrir bindindisfjelög á Islandi, Iiæði af
hálfu kaupmanna, er þykja munu þessbáttar fjelög drepa
niður brennivíns-sölu sinni, og af hendi sumra lands-
manna, sem ekki vilja sjá eða sannfærast um nytsemi
þeirra. J)ó vjer göngum að þessu vísu, [)á crum vjer
samt þess fullöruggir, að hið góða verði að lokunum
sigursælt á Islandi eins og annarstaðar. Nokkrir kaup-
menn, sem vjer höfum átt tal við um þetta efni, hafa og
sjálfir játað, að bindindisfjelög á Islandi mundu þegar
fram í sækti verða verzlun sinni til góðs, [>ví [>á mundi
reglusemi, iðjusemi, vandvirkni og fjárhagur landsmanna
færast í betra horf. Jað er farið svo niörgum og fögrum
orðum um nytsenii bindindisfjelaga í brjefi Vesturheims-
manna hjer að framan, að oss virðist [>ar um vera fullrætt
að sinni. J>að er við því að búast, og hjá því verður
varla komizt, að þar sem fjelög eru fágæt og hver er
vanur að vinna sjer, þar líti menn í fyrstunni hornauga
til alls fjelagskapar, af því menn sjá ekki, hvað miklu
það skiptir, að merin sýni samtök og samheldi í að efla
hið góða, og af því menn hafa þá röngu ímyndun, að
þeir þröngvi frelsi sínu í samvinnu við aðra. En þar sem
fjelagsandi er vaknaður, og menn hafa fengið nokkurn
áhuga á því, að láta eitthvað gott af sjer leiöa, þá komast
menn fljótt i skilning um það, að margar hendur vinni