Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 22
22
lengdinni, ef verölag Iandaura og peninga breytist eins
eptirleiðis og það hefur gjört núna í 60 ár, þar að auk
eru jarðirnar æfinlega vísar, hvernig sem fer.
En f)ó að lítil líkindi sjeu til, að aðgjöld prestanna
verði beinlínis r/íkuð svo að nokkru nemi, er j)ó vonandi,
að þau aukist smátt og smátt, eptir því sem velmegun fer
vaxandi í landinu, því allir vita hversu mikið aðgjöld
prestanna eru komin undir auðlegð sóknarfólksins. 5að
er f)á einnig mjög áríðandi að þessu leiti, að atvinnu-
vegum í landinu verði fjölgað og um f)á rýmt, að jarðar-
ræktinni verði komið í annað horf, og búnaðarhættir bænda
og bjargræðis-útvegir til lands og sjáfar fái betri stefnu;
en af f)ví f)að er ekki fyrirætlun mín að sýna, hvernig
fvessu, hverju um sig, yrði bezt komið til leiðar, eða
tala um fjárhag allrar fjóðarinnar, f)á læt jeg mjer lynda
að minnast með fám orðum á hina endurbót brauðanna,
sem undir fm er komin, að staðirnir sjeu vel setnir.
Embætti prestanna er í sjálfu sjer svo háleitt og fagurt,
að ekkert getur verið blessunarríkara fyrir aðra, nje in-
dælla fyrir sjálfa f>á, enn að leiða bræður sína á guðs götu
og auðga f)á að andlegum fjársjóðum; það mun f)ví ekki
hætt við, að nokkur niisskilji svo orð mín, f)ó jeg álíti
J)að skyldu prestanna að sitja staðina vel, að mjer geti
það til hugar komið, að prestar megi vanrækja vísindi
eöa embættisverk sín sökum nokkurra veraldlegra hluta;
fað er ótilhlýðilegt fyrir alla, að meta líkamann meir enn
sálina og hið jarðneska meir enn hið himneska, en engum
sómir það eins illa og prestunum; þeir prestar, sem
niður sokknir eru í búksorg og áhyggju, en hugsa lítið eða
ekkert um embætti sitt, eru stjett sinni til hinnar mestu
svívirðingar, og ábyrgðarhluti þeirra er meiri enn flestra
annara manna. En f)ó þessu sje þanuig háttað, þá er það
bæði guðsorði og skynseminni samkvæmt, að prestar ali
önn fyrir tímanlegri velgengni sinni, og færi sjer þá bluti
í nyt, sem þeim eru lagðir til lífsuppheldis. I fleslum