Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 18
18
gjörðinni 17. júlí 1782. Nefndin hlýddi {tessu, en sendi
kanselíinu um Ieið Iagafrumvarp um sama efni, og {jví
næst bar kanselíið þetta mál undir konungs-úrskurð. Kon-
ungi þótti það áhorfsmál, eins og þá stóð á, að fara eptir
þessum uppástungum, að því leiti sem þær ætluðust til,
að tekjur prestanna væru auknar fram yfir það, sem til
er tekið í reglugjörðinni 17. júlí 1782 um horgun fyrir
aukaverk þeirra, en þótti það þó sanngjarnlegt, að borgun
þessháttar verka væri komiö í sama horf sem þá var,
af því verðlag peninga og landaura raskaðist og ruglaðist
við tilskipunina, 13. júní 1787, um hina íslenzku verzlun;
hann Ijet því semja annað lagafrumvarp, sem borið var
undir fulltrúaþingið í Hróarskeldu; og eptir allan þenna
undirbúning birtist loksins tilskipun sú, sem áður er á
vikið, 8. dag marz-mánaðar í fyrra. Jótt Konungi hafi
þótt vandhæfi á því í bráðina, að breyta öðrum tekjum
prestanna, enn borgun á aukaverkum og yfirliti kirkjureikn-
inga, þá vill hann þó eigi láta við svo búið standa, heldur
hefur hann falið kanselíinu á hendur að bera upp aðra
greinilegri og yfirgripsmeiri uppástungu, og síðan ætlar
hann að bera lagafrumvarp um þetta málefni undir alþingis-
menn. Af því kanselíið þykist ekki vera svo kunnugt
ásigkomulagi Islands, að þetta lagafrumvarp verði samið í
Danmörku, þá er það haft í ráði, að byggja ofan á hitt,
sem embættismannanefndin í Reykjavík setti saman, eu
umbreyta því þó í ýmsum greinum áður enn það er borið
undir alþingismenn, og hefur biskupi og Iandstjóra, og
líklega amtmönnum á Islandi, verið falið á hendur, að
bera lagafrumvarpið undir aðra skynsama menn, ef þess
væri kostur.
111.
Mjer hefur ekki þótt það þurfa sönnunar, að brauðin
á Islandi þyrftu endurbótar við; því það votta allar til-
raunir þær, sem gjörðar hafa verið til að bæta þau, og