Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 50
50
lialdi fyrir f)eim, þegar J»eir eru orSnir drykkjumenn. Af
39 bandingjum, sem eru í fangelsinu í greifadæminu
Liclitfield (í Connecticut), eru 35 drykkjumenn; í fangels-
inu í Ogdensborg (í Jórvíkur-ríki) voru sjö áttundu hlutir
bandingjanna drykkjumenn; eins stóð á fyrir 467 af 647
í fangelsinu í Auburn (í Jórvikur-ríki), og 346 af [)eim
voru drukknir, fiegar þeir frömdu þau glæpaverk, er þeir
voru settir í bönd fyrir; í ríkisfangclsinu í Connecticut
voru 90 drykkjumenn af 120 bandingjum. I Iíku blutfalli
voru bandingjarnir í öðrum fangelsum. Jó er einn hlutur
einka markverður: að af 690 börnum, er sett voru í fang-
elsi í bænum Nýju-Jórvík fyrir óknytti, er þau höfðu
hafzt að, voru nreira enn 400 frá ofdrykkjuheimilum. Ef
vjer gjörum nú ráð fyrir, að heimili þau, er ofdrykkja
átti sjer stað á, hafi verið í sama hlutfalli við þau, er
ekkert var drukkið á, og 1 á móti 10, þá leiðir þar af,
að drykkjumennirnir hafa getið fjóra sjöundu hluti af
þessum ungu afbrotamönnum, en bindindismennirnir, þó
þeir sjeu tíu sinnum íleiri, naumlega þrjá sjöundu hluti.
Börnum þeirra foreldra, er neyta áfengra drykkja, er því
tíu sinnum hættara við að fremja glæpaverk, komast í
fangelsi og verða hengd, enn börnum þeirra, er drekka
alls ekki. Margir þjófar og morðingjar mundu ekki vera
orðnir svo gjörspilltir, ef þeir hefðu ekki farið að drekka.
íví margir eru þeir, sem eru svo gjörspilltir, að þeir
svífast ekki hinna hryllilegustu glæpaverka, en þeir eru
þó hræddir við duuðann og gálgann; þeir leitast því við,
að fá aðra í fylgi með sjer, þegar þeir hafa eitthvað illt
fyrir stafni; þá laumast þeir til einhverra, er þeir vita, að
þykir góður sopinn, og bjóða þeim að drekka með sjer,
og látast gjöra það af góðvilja einum; síðan ympra þeir
á því svona í trúnaði, að þeir hafi í huga glæsilegt áform
og stórum ábatavænlegt, er þeir ætli að framkvæma á
næstu nótt, fara síðan smátt og smátt að skýra hinum
betur frá, þangað til þeir halda að þessir vesalingar sjeu