Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 58
58
Skuldbinding:
Vjer erum sannfæröir um, aö f>aö er ekki aö eins
ónauösynlegt, að hafa það til drykkjar, sem áfengt er,
heldur þar á ofan skaðsamlegt fyrir öll mannleg efni, bæði
í andlegan og líkamlegan máta; þar af kvikna illar til-
hneigingar og rangar siðvenjur, og þeim illu hlutum, sem
öfdrykkjan af sjer leiöir, verður ekki burtu rýmt, meðan
neyzla hinna áfengu drykkja er ekki með öllu af tekin.
Sakir þess höfum vjer fastlega ásett oss, að hafna sjálfir
neyzlu drykkja þessara, hafa þá hvorki í kaupum nje
sölum, bjóða þá aldrei gesti nje ganganda, gefa {)á ekki
vinnufólki voru, og reyna þar að auk með öllu hæíilegu
móti að bola |)á gjörsamlega út úr mannlegu fjelagi.
Á fundi, sem nokkrir Islendingar áttu í Kaupmanna-
höfn, laugardaginn 9. dag septembers í fyrra, tóku þessir
menn sig saman um að stofna bindindisfjelög: Brynjólfur
Pjetursson, Brynjólfur Snorrason, Gísli Thórarensen,
Gunnlaugur Jórðarson, Halldór Kr. Friðriksson, Konráð
Gislason og Pjetur Pjetursson. Var þeim Konráði Gísla-
syni og Pjetri Pjeturssyni falið á hendur, að semja lög
fjelagsins. Litlu síðar báru þeir upp frumvarp sitt á
fundi, og fjellust menn á það. Voru þá þessar greinir i
lög Ieiddar:
1. grein.
Fjelag vort heitir íslenzkt hófsemdarfjelag.
2. g r.
3?að deilir lögum vorum, hvort vjer erum á Islandi
staddir eða erlendis.
1. Á íslandi má enginn fjelagsmaður bergja neinu, sem
áfengt er, án læknis ráði, nema því víni, sem klerkar
skulu deila raönnum í altarisgöngu.