Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 34
34
heldur bættu |)eir því líka við, að “alkóhól” væri ágætlega
gott til að komast hjá sjúkdómum, og sú trú þróaðist
sinátt og smátt, að það væri ekki að eins gott að bergja
á “alkóhóli” þegar maður væri veikur, heldur væri það
lika óskaráð fyrir heilbrigðan mann, svo hann yrði ekki
veikur. Menn fóru nú að skíra það upp aptur, og kalla
það nqva vitae (ákavíti) eða lífsins vatn, því menn hjeldu
það mundi Iengja líf manna. 3>essu trúðu margir, og því
má nærri geta, að þeir hafa reynt til að útvega sjer sh'kan
kostagrip, svo þeir gætu sopið á honum, ef þeim yrði
annaðhvort misdægurt eða þeir þyrftu að reyna eitthvað
á sig, eða ef þeim væri þungt í skapi, því á öllu þessu
átti “alkóhól” að ráða bætur, og af því það hressti þá í
þann svipinn , styrktust þeir enn betur í trúnni. Svona
breiddist álit það smátt og smátt út um alla Nordurálfu,
að drykkur þessi væri eigi að eins meinlaus hressing,
heldur nauðsynlegur til að halda við heilsu manna og li'íi,
og árangurinn varð sá, eins og ekki gat hjá farið, að of-
drykkja fór dagvaxandi á öllum löndum, þar sem álit
þetta hafði náð að festa rætur. Jíegar á öndverðri 18. öld
var ofdrykkja orðin svo mögnuð á Bretlandi, að veitinga-
menn voru farnir að rita yfir húsdyr sínar: “Hjá mjer má
drekka sig drukkinn fyrir hálfan fjórða skilding, og dauða-
drukkinn fyrir sju, og fá þó í kaupbæti hálm til að Iiggja
á, þangað til af manni er rokið”. Á líkan hátt fór drykkju-
skapur vaxandi á öðrum löndum, og þó leið 18. öld og
nokkuð af þeirri nitjándu svo, að ekki var reynt til að
reisa neinar skorður við óhæfu þessari, og ekki var annað
að sjá, enn að það væri með öllu gleymt, að ofdrykkja
væri í guðsorði talin með þeim löstum, er varna hlut-
tekningar í himnaríki. En það fór hjer eins og vant er
að fara, að þó hið vonda beri hærri hlut um stundarsakir,
verður sigur þess aldrei langvinnur, það hlýtur um síðir
að lúta sannleikanum og hinu góða. Ofdrykkjan tók að
vitna gegn sjálfri sjer, og vitnisburður hennar varð því