Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 122
122
eign eða skipaeign eina sjer, heldur bindi kosningar-
rjettinn við allar eigur kjósandans. Hvergi hafa menn, svo
vjer til vitum, bundið kosningarrjett við fasteign eina
nema á Prússalandi og í Danmörku. Vjer dirfumst ekki
að reyna til að gizka á allar {)ær ástæður, sem hafa leitt
stjórnendur þessara landa til slíkrar skipunar; en nokkrar
þeirra þykjumst vjer sjá glögglega, og þær eiga síður
enn ekki við á Islandi. A Islandi eru, sem betur fer,
engir lendir menn, sem hafa stór Ijen og miklar jarðeignir,
svo menn þurfa þar ekki að binda kosningarrjettinn við
jarðeign til að koma slíkum mönnum í fulltrúaþingið. A
Islandi er ekki heldur svo ástatt, að mestu skattarnir
liggi á jörðunum. Á Islandi er miklu fremur svo ástatt,
að jarðeignin gjörir menn þar ekki á nokkurn hátt hæfari
til kosningar, enn hver önnur fjáreign, nema síður til, þar
sem skattarnir liggja mestir á lausatjáreigninni. J?etta
efni mun líklega vera flestum mönnum á íslaridi svo ljóst,
öðrum enn þeim, sem tekið hafa saman þingsköp vor,
að vjer þurfuni varla að brýna fyrir mönnum allan þann
ójöfnuð, sem þar á ofan leiðir af því á Islandi, að ein-
skorða kosningarrjett við fasteign. Vjer viljum að eins
drepa á, að engin jarðabók er til, sem heitið geti nokk-
urnvegin nákvæm, svo jarðadýrleikinn, sem eptir ætti að
fara, á ekki saman nema nafnið; og svo rammt kveður að
því, að dýrleikinn á einstaka jörðum er ekki að eins
ónákvæmur og skakkur, þegar þeim á saman að jafna,
heldur eru jarðirnar í beilum sveitum og sýslum sumstaðar
að tiltölu miklu öðruvísi metnar til dýrleika, enn á öðrum
stööum. J>etta er öllum kunnugt; en til frekari fullvissu
viljum vjer þó færa sönnur á mál vort. Vjer höfum haft
færi á að kynna oss leigumála á 487 jörðum á Islandi,
sem liggja hingað og þangað um Iandið allt. Eptir þcss-
um leigumálum verður afgjaldiö af hverjum 10 hundruðuni
þannig: