Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 40
40
áfengum drykk á æfi sinni; meir enn þúsund víngjörðar-
húsum hefur verið lokað til fulls og alls; rúmar þrjár
þúsundir kaupmanna eru hættir að selja áfenga drykki,
og þrjár þúsundir drykkjurúta eru hættir að drekka. Vjer
höfum ljós skýrteini fyrir því, að breyting sú, er bind-
indisfjelögin hafa komið á hugarfar manna og háttsemi,
hefur varðveitt meir enn tíu þúsundir nranna frá ofdrykkju,
er ella mundu hafa steypt sjer í ófarsæld þá, er af þessum
hinum óttalega lesti leiðir. I mörgum hjeruðum landsins
er nú drukkið nriklu minna enn áður, og fátækt, stórbrot,
krankleikar, vitfirring, og dauði á unga aldri er orðið þar
jafnmiklum mun sjaldgæfara. Hófsemi, iðjusemi og spar-
semi eru farnar að lifna við aptur í landi voru, og fróðir
menn og sannsöglir, er að þessu hafa starfað, hafa sýnt
með rökum, að í einusaman Jórvíkur-ríki (Nerv York)
hafi árið sem leið (1831) verið eytt þrem þúsundum þús-
unda, sjö hundruð og fimmtíu þúsundum rdd. minna enn
áður, og ber það einkum til þess, að kindindisfjelög eru
stofnuð um allt það ríki. Ef að þesskonar fjelög væru
stofnuð um allt land vort, og allir tækju þátt í þeim, svo
víndrykkja yrði upprætt með öllu, mundi landinu sparast
við það á hverju ári hundrað áttatíu og sjö þúsundir
þúsunda og fimm hundruð þúsundir ríkisdala, og þrjátíu
þúsundum færri menn mundu deyja árlega; það mundi og
rýma burt tálmun þeirri, er mest aptrar því, að menn sjeu
eins og þeir eiga að vera, eyða hættu þeirri, er háska-
legust er fyrir allan fjelagskap manna og trúarbrögðin, og
nema burt eitthvert versta eymdarefni úr landi voru.
£að er því bæn vor til yðar og alíra á heimilum
yðar, að þjer gjörist eigi að eins sjálfir bindindismenn,
hetdur gangiö og, sökum bræðra yðar, í bindindisfjelag,
og ritið í því skyni nöfn yðar á skuldbindingarskrá þá, er
bijefi þessu fylgir, svo að nöfn yðar og áhrifsmáttur sá,
er þeim fylgir, megi efla áform vort. jíessar eru ástæður
þær, er vjer berum fyrir oss: