Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 38
38
ríkjunum orðnir bindindismenn. Árið eptir var hinu sama
farið á flot meðal sjómanna , og varð að því svo góður
árangur, að tveim árum síðar fóru 1200 skipa frá Vestur-
heimi, er ekki höfðu nokkurn áfengan drykk innanborðs *.
Sama ár Ijet hindindisfjelagið í Boston rita umburðarbrjef,
er sent var til allra býla í Bandaríkjuuum, og snjerist
við það fjöldi manna til bindindis. Álit það var nú orðið
svo almennt um allt landið, að enginn gæti syndlaust drukkið
áfenga drykki, eða selt öðrum þá eða boðið, að kaupmenn
köstuðu heldur víntunnum sírium í sjóirin , enn hafa þær
á boðstólum. Nú leið ekki heldur á löngu, áður farið var
að banna það með lögum, að búa til eða selja áfenga
drykki í Bandaríkjunum, og mun þess egi langt að bíða,
að víndrykkja verði þar upprætt með öllu.
Nú cru og bindindisfjelög stofnuð á flestum lönduni
í Norðurheimi, þó eru þau flest á Bretlandi og á Irlandi,
því þegar ár 1835 voru 130,452 fjelög stofnuð á Bretlandi,
og nú er allur þorri Ira orðnir bindindismenn. Hjer á
Norðurlöndunr voru Svíar hinir fyrstu, er stofnuöu bind-
indisfjelög; þó hafa þeir eigi gengið að því með ööru eins
fylgi og atorkusemi og þjóð sú, er oss Islendingum er
skyldust, og það eru Norðmenn. 3>egar fyrir nokkrum
árum síðan reyndu þeir til að koma því á með iögum,
að bannað væri að búa til nokkurt brennivín í Noregi;
en er konungur mælti á móti, tóku þeir að stofna bind-
indis-tjelög, og hafa síðan fylgt því svo fast fram, að það
eru öll líkindi til, að það veröi að fárra ára fresti ekki
að eins hætt að búa til brennivín í Noregi, heldur líka að
drekka það. I Danmörku var eigi hreift við málefni þessu
fyr enn í sumar er var, og er það þar skamnrt á leið
komið.
Nú á dugum er tekið niiklu minna ábyrgðarfje af þeim
skipum, þar sem skipverjar eru bindindismcnn , enn af öðrum
skipum; jiví reynslan liefur sýnt, að af þeim skipum farast miklu
fscrri, enn af öðrum.