Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 12
12
3?eii' niisstu {)á mestallar tekjur sínar, og hjeldu ekki ööru
eptir enn tíundinni, heytoliinum og dagsverki hjá {leim
hændum, sem eigi voru í skiptitíund e5a sem tiunduðu
minna enn finim hundruð ;|>að má og telja með tekjum
presta, að {>eir {mrfa ekki að borga tolla {)á, sem aðrir
verða að gjalda af fje sínu , nema fátækra tíund, og hafa
{)eir haft þetta frelsi frá því á þrettándu öld og allt á
þenna dag. Mikinn halla höfðu bæði prestar og kirkjur í
Skálholts-biskupsdæmi við það, að stólsgóðsið var þar
ótíundað, og var það biskupum að kenna, því bænður
vildu ekki borga tíundir af ábýlisjörðum sínum, nema land-
skuldir væru felldar niður að því skapi, en biskupar vildu
einskis í missa, og þessvegna fórst það jafnan fyrir, að
jarðirnar væru tíundaðar; en í Hóla-biskupsdæmi bauð
Friðrik konungur arinar, 21. dag marz-mán. 1575, að telja
allar jarðir til tíundar, hver sem þær ætti, og Kristján
fjórði endurnýjaði þá skipun 1591, að svo miklu Ieiti sem
kirkjutíund snerti. Auk þessa, sem nu er talið, taka
prestar landskuldir og leigur af kirknajörðum og hálfar
leigur eptir kvígildi á útkirkjum, s/ðan það var samþykkt
á alþingi 1000. Um bújarðir presta vil jeg fyrst geta
þess, að það fór svo fjærri því, að þeim væru fengnar
bújarðir af klaustra-góðsi eða öðru, sem við siðaskiptin
fjell undir konung, að þeir voru margir, sem alls öngva
bújörð höfðu, einkum í þingabrauðum. Fyrir bænastað
Gísla Jónssonar biskups í Skálholti og Guðbrands jJor-
lákssonar á Hólum, bætti Friðrik konungur annar nokkuð
úr þessu með því hann gaf árlega fátækum prestum í
Skálholts-biskupsdæmi 200 ríkisdali, en þeim í Hóla-bisk-
upsdæmi 100 ríkisdali, og bauð þar að auki Guðbrandi
biskupi að sjá prestunum fyrir jarðnæði af klaustragóösi
') Dagsverkið er komið til Islands úr Articuli Ripenses; það
er samþykkt á alþingi 1601 og 1678, og af amtmanni Fuhr-
munn 24. dag júií-man. 1721, og á prestastefnu 1726.